Aldarsaga UMSK 1922-2022

323 sumarið 1949, en nú var komið að því að Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, tilkynnti um úrslitin: UMSK hlaut 284½ stig en HSK 281 stig, HSÞ lenti í þriðja sæti. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í brekkunni við íþróttavöllinn þar sem UMSK-fólk hafði hópast saman, á þriðja hundrað manns þusti inn á leikvöllinn til að fagna sætum sigri. Sveina Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri UMSK, sagði um þessa stund: „Þá var ég algjörlega sátt við að hafa lagt allt það erfiði á mig fyrir UMSK og þetta fólk í heild, sem ég var búin að gera.“265 Sigurður Geirdal setti saman stöku um úrslitin og leyndi ekki ánægju sinni yfir sigrinum, enda mikill Breiðabliks- og UMSK-maður: Kjalnesinga kappa lið, kom í hóp á landsmótið. Skalf á beinum Skarphéðinn, skelfdist allur lýðurinn. Jóhannes Sigmundsson, formaður HSK, lét ekki UMSKfólk eiga neitt inni hjá sér og svaraði í bundnu máli: Ekki vantar oflætið, þeir unnu að vísu landsmótið. En Skarphéðinn ei skelfist hót, við skulum vinna næsta mót. Spá formanns HSK átti eftir að rætast á næsta landsmóti sem haldið var á Selfossi þremur árum síðar. Sigurvegarar sigla heim Það ríkti sannkölluð sigurgleði í UMSK-hópnum eftir að úrslitin voru kunngjörð, í ársskýrslu UMSK segir: „Þegar hópurinn lagði af stað heim á sunnudagskvöld voru 3 dýrðardagar að baki, þar sem UMSK hafði ekki aðeins unnið sigur, heldur hafði hópurinn fengið sérstakt orð fyrir góða framkomu. Engin hegðunarvandamál komu upp, hvorki í tjaldbúðum eða utan, engin óánægjurödd heyrðist. Skipverjar Akraborgar gátu þess að aldrei hefði verið fluttur skemmtilegri og kurteisari hópur. Það var sungið á sundunum þetta sunnudagskvöld og allir hugsuðu með tilhlökkun til næsta landsmóts. Hver og einn fann til þess að hann var hlekkur í þeirri keðju sem sameiginlega hafði unnið að því að gera landsmótsferð UMSK svo glæsilega.“266 Mótsgestir á Akranesi voru á bilinu 10–12 þúsund en vonast hafði verið eftir mun betri aðsókn. Þetta leiddi til þess að verulegt rekstrartap var á mótinu sem lenti mest á heimamönnum í Ungmennafélaginu Skipaskaga, var þetta þungur baggi að bera fyrir félagið. UMSK stóð einnig mjög höllum fæti eftir mótið og ljóst var að leita þurfti allra leiða til að rétta úr kútnum, líkt og fram kemur í ársskýrslu sambandsins: „Á stjórnarfundunum voru uppi margar góðar hugmyndir s.s.: Auglýsingablað, hlutavelta, bingó, búfjáráburðarsala, svartbakseggjatínsla, kræklingatínsla, grasaferð, berjatínsla, söltaka og happadrætti. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í UMSK-brekkunni þegar tilkynnt var um heildarúrslit mótsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==