Aldarsaga UMSK 1922-2022

321 líkt og stundum áður á landsmótum var notast við plastlaug á trégrind. Hún var 25 x 11 metrar að stærð en hvar átti að fá heitt vatn í hitaveitulausum bæ? Ungmennafélagar dóu ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn og gripu til þess ráðs að flytja heitt vatn á stórum tankbílum ofan frá Heiðarskóla í Leirársveit. Dagana fyrir mótið var ekið dag og nótt með heitt sundvatn niður á Skaga. Stefán Stefánsson var þjálfari og liðsstjóri UMSKliðsins, sundfólk úr UMSK komst á verðlaunapall sem hér segir: Arngrímur Stefánsson vann silfurverðlaun í 100 m baksundi, synti á 1:17,7 mín. Daði Kristjánsson náði bestum árangri UMSK-fólks þegar hann sigraði í 200 m fjórsundi á 2:37,6 mín. sem var landsmótsmet. Daði sigraði einnig í 800 m skriðsundi á 10:38,3 mín. Guðrún Jónsdóttir sigraði í 400 metra skriðsundi á 5:40,0 mín. Stefán Sigvaldason varð „þriðji maðurinn“ að þessu sinni. Hann hafnaði í 3. sæti í 100 m skriðsundi á 1:03,5 Sigurlið UMSK í handknattleik kvenna, í fremri röð eru, talið frá vinstri: Sigurborg Daðadóttir, Bára Eiríksdóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Svava Svansdóttir, Heiða Gunnarsdóttir og Ester Jónsdóttir. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Sigurður Bjarnason þjálfari, Hrefna Snæhólm, Pálína Ásgeirsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Alda Helgadóttir, Petrína Úlfarsdóttir, Jóna Þorláksdóttir og Kristín Jónsdóttir. Þorsteinn T. Hjartarson (HSK) og Guðjón Guðmundsson (Ungmennafélaginu Skipaskaga) voru stigahæstir í sundkeppninni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==