Aldarsaga UMSK 1922-2022

319 á 16:08,9 mín. og UMSK vann gull bæði í 4 x 100 metra boðhlaupi og 1000 metra boðhlaupi. Karl West varð annar í langstökki, stökk 6,78 metra og Hreinn Jónasson þriðji, stökk 6,73 metra. Karl setti nýtt landsmótsmet í hástökki þegar hann smaug yfir 1,92 metra á fosburystílnum en félagi hans Hafsteinn Jóhannesson notaði hins vegar hinn gamalkunna grúfustíl og stökk 1,89 metra sem skilaði honum silfrinu. Karl Stefánsson varð að láta sér lynda 3. sætið í þrístökki, hann stökk 13,63 metra og UMSK-menn unnu þrefalt í stangarstökki, Guðmundur Jóhannesson sigraði (3,80 m), Karl West varð annar (3,80 m) og Hafsteinn Jóhannesson þriðji (3,55 m). Skák. Á landsmótinu var skák í fyrsta skipti reiknuð til stiga á landsmóti, fjögur lið mættu til leiks og fljótlega varð ljóst að baráttan um gullið stæði á milli UMSK og HSK. UMSK sigraði örugglega, fékk þrjá vinninga en Skarphéðinsmenn einn. Í sveit UMSK tefldu Júlíus Friðjónsson, Leifur Jósteinsson, Harvey Georgsson og Jónas P. Erlingsson. Júlíus tefldi á fyrsta borði og vann allar sínar skákir. Jónas sagði í viðtali eftir mótið að í miðri úrslitakeppninni hefðu skákmönnum úr UMSK borist þau tíðindi til eyrna að úrslitin í heildarstigakeppninni gætu oltið á úrslitum í skákinni. Þetta jók að sjálfsögðu á spennuna og fór svo að UMSK fékk tveimur stigum meira en HSK í skákinni og það gerði gæfumuninn, heildarstigakeppnin vannst á þremur og hálfu stigi.260 Starfsíþróttir. Ragnheiður Tryggvadóttir varð í 2. sæti í þeirri grein sem kölluð var „lagt á borð“, skreytingu sína nefndi hún „Trúlofun“. Úrslitin komu Ragnheiði á óvart og þegar hún var spurð að því hvort hún væri ánægð með mótið svaraði hún: „Já í alla staði. Andinn, sem þarna ríkti er held ég öllum ógleymanlegur, svo maður tali nú ekki um heildarúrslit mótsins.“261 Kristján I. Jónsson UMSK sigraði í blómaskreytingu og Oddný Snorradóttir, einnig úr UMSK, varð fjórða í vélsaumi. Kynjahallinn var á undanhaldi í starfsíþróttunum, einn karlmaður keppti í pönnukökubakstri: GuðHafsteinn Jóhannesson UMSK varð annar í hástökki en félagi hans úr UMSK, Karl West, vann gullið. Línubeiting var ein af starfsíþróttagreinunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==