Aldarsaga UMSK 1922-2022

317 Og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló. Steikt kjöt, hangikjöt og bjúgu Tjaldbúðum var skipt í þrennt á mótssvæðinu, fjölskyldubúðir, almennar búðir og keppendabúðir þar sem héraðssamböndin reistu samkomutjöld sín. Í sögu UMFÍ segir: „Mest bar á tjöldum sambandsrisanna, UMSK og HSK, sem mættu með mikið lið og frítt. Mikil hópstemning var hjá hvorum tveggja enda fór ekki á milli mála að bæði samböndin stefndu á sigur í mótinu. Kjalnesingar skörtuðu rauðsvörtum búningum en Skarphéðinsmenn komu nú í fyrsta skipti fram í sínum gulbláu klæðum sem lengi voru þeirra einkennismerki.“259 Fyrir mótið festi UMSK kaup á stóru samkomutjaldi hjá Innkaupastofnun ríkisins, þar var félagsmiðstöð sambandsins og mötuneyti alla mótsdagana. Íslenskar landbúnaðarvörur voru undirstaða fæðunnar: Fyrsta kvöldið var tekið á móti gestum með steiktu kjöti, kartöflumús og grænmeti, næsta daginn var boðið upp á hangikjöt, kartöflumús og grænmeti og þriðja daginn voru bjúgu, kartöflumús og grænmeti á borðum. Gestir kunnu vel að meta þessar máltíðir, þegar mest var mættu hátt í 300 manns í mat. Raggi Bjarna og Stína stuð Eitthvað bar á ölvun á þessu mannmarga móti og gerði lögreglan upptækar á annað hundrað áfengisflöskur. Engar sögur fóru af bjórdrykkju á staðnum, enda 14 ár þar til hann var leyfður á Ísa-köldu-landi. Dansleikjahald á mótinu var í höndum Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar en meðal yngra fólksins var þó meira talað um hulduhljómsveit sem var ekki á staðnum en hafði slegið í gegn þá um sumarið með hljómplötunni Sumar á Sýrlandi. Á meðan Raggi Bjarna söng „Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar …“ uppi á sviði ómuðu Stuðmannalögin óspart í kassettutækjum yngri mótsgestanna: Hæ, Stína stuð, halló, Kalli og Bimbó. Hér er kátt á hjalla og hér ég dvelja vil. Hörð keppni í mörgum greinum Tæplega 600 keppendur voru skráðir til leiks á landsmótinu og gátu mótsgestir lesið um afrek þeirra jafnharðan í Landsmótsfréttum sem komu út að kvöldi sérhvers keppnisdags. Veðrið var gott og stillt alla mótsdagana en sólfar lítið. Mikil og hörð keppni var í mörgum greinum, enda voru landsmótin hápunkturinn hjá einstaklingum og héraðssamböndum hvaðanæva af landinu. Þannig var það einnig hjá UMSK, liðsmenn sambandsins mættu vel undirbúnir til leiks. Hér verður fjallað um árangur UMSK-fólks í einstökum greinum og byrjað á frjálsum íþróttum sem drógu að venju að sér mikla athygli mótsgesta. Frjálsar íþróttir. UMSK mætti með harðsnúið frjálsíþróttalið sem skipti miklu máli í heildarstigakeppninni. Alda Helgadóttir sigraði í spjótkasti, á nýju landsmótsTjaldbúðalíf á landsmótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==