Aldarsaga UMSK 1922-2022

316 Ármann J. Lárusson, sem var hættur keppni, var fánaberi UMSK við mótssetninguna, í viðtali í sérstöku sigurblaði sem var gefið út eftir mótið var hann spurður að því hvort hann hefði keppt á mörgum landsmótum. „Ja, ég er búinn að vera á öllum landsmótum nema einu síðan 1948. … Ég hef keppt í glímu, fótbolta, og frjálsum íþróttum, einnig sýnt glímu á ýmsum mótum. … Hvernig gekk gangan fyrir sig? Ertu ánægður með hana? Já, ég er mjög ánægður með hana. Þetta var tilkomumikil ganga og gaman að gjóa augunum aftur fyrir sig í beygjunum. Þetta var með meiri göngum sem ég hef séð. Hvernig fannst þér að vera í UMSK hópnum núna? Mér fannst hann mjög góður og fjölmennur, og í alla staði til prýði.“257 Norskir, danskir og sænskir þjóðdansahópar komu fram á mótinu og einnig þjóðdansaflokkur úr Ungmennafélaginu Dreng í Kjós, ásamt fólki úr öðrum félögum. Drengsfólk hafði æft um veturinn í Félagsgarði í Kjós undir stjórn Jóns Þorgilssonar frá Fremra-Hálsi og Huldu Þorsteinsdóttur í Eilífsdal.258 Frægðarsól Gerplunnar í Kópavogi var risin og 70 manna fimleikaflokkur þaðan sýndi leikni sína við góðan orðstír. Stjórnandi var Þórunn Ísfeld, formaður fimleikadeildar félagsins. Og allir komu þeir aftur Nýjar keppnisgreinar komu til sögunnar á Akranesi: 100 metra grindahlaup og 800 metra hlaup kvenna, 110 metra grindahlaup karla og 4 x 100 metra boðhlaup karla, ekki hafði verið keppt í þeirri grein síðan á landsmótinu á Akureyri árið 1955. Sundgreinum var einnig fjölgað og keppt í þremur þyngdarflokkum í glímu. Leiktími í knattgreinum var styttur, hann var 2 x 30 mínútur í knattspyrnu karla en 2 x 15 mínútur í handknattleik kvenna og körfuknattleik karla. Einnig var bætt við nokkrum sýningargreinum sem voru ekki reiknaðar til stiga, þær voru júdó, lyftingar, borðtennis og siglingar. Félagar úr Siglingafélaginu Ými í Kópavogi fluttu skipakost sinn upp á Skaga með Akraborginni. Þeir sigruðu í öllum greinum og vöktu verðskuldaða athygli en svo öflugt var lognið að sæfararnir áttu í erfiðleikum með að sigla fleyjum sínum að landi og þurftu stundum að beita handafli. Allt fór þó vel að lokum líkt og hjá körlunum á kútter Haraldi frá Akranesi forðum daga: Kátir voru karlar á kútter Haraldi til fiskiveiða fóru frá Akranesi. Þjóðdansasýning á landsmótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==