314 son sem hafði á sínum tíma keppt á landsmótum í frjálsum íþróttum. Nýtt íþróttahús og mörg náðhús Um þetta leyti var Daníel Ágústínusson forseti bæjarstjórnar á Akranesi en hann hafði á árum áður verið ritari og framkvæmdastjóri UMFÍ um langt skeið. Ljóst var að bæjaryfirvöld á Skaganum þurftu að taka rækilega til hendinni hvað varðaði mannvirkjagerð og verklegar framkvæmdir vegna landsmótsins. Lokið var við nýtt og glæsilegt íþróttahús, sett upp sundlaug til bráðabirgða og miklar úrbætur gerðar á íþróttavellinum, meðal annars skipt um jarðveg í hlaupa- og stökkbrautum. Einnig var mikið byggt af náðhúsum á mótssvæðinu og reyndist ekki þörf á öllum þeim fjölda. Samgöngumál landsins voru þá með öðrum brag en nú á dögum, slitlag ekki orðið almennt á þjóðvegum og langt í Hvalfjarðargöng. Þannig var stöðunni í umferðarmálunum lýst daginn fyrir mótssetningu: „Fimmtudaginn 10. júlí tók fólk að streyma til Akraness og máttu bílar, sem komu að norðan og vestan, þrælast í gegnum rykmekki um allan Borgarfjörð en er nær dró Akranesi dró úr rykinu því þar var búið að rykbinda. Sunnanmenn og Suðurnesjamenn tóku hins vegar margir hverjir Akraborgina enda hafði landsmótsnefnd af framsýni sinni samið við útgerð hennar um að fjölga ferðum mótsdagana og lækka fargjöldin.“256 Góður undirbúningur Mikill og góður undirbúningur fór fram innan UMSK fyrir mótið, sérstök landsmótsnefnd var að störfum, formaður hennar var Stefán Tryggvason í Skrauthólum á Kjalarnesi, aðrir nefndarmenn voru Una Ragnarsdóttir úr Gerplu, Pálmi Gíslason úr Breiðabliki og Þórður Guðmundsson, einnig úr Breiðabliki. Nefndin hélt alls 24 fundi, Sveina Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri UMSK, starfaði náið með nefndinni, annaðist bréfaskriftir og sá um fjármálin. Efnt var til happdrættis í fjáröflunarskyni, flestir vinningarnir voru málverk sem listamennirnir höfðu látið af hendi fyrir lágt verð. Einnig var haldin hlutavelta í samvinnu við frjálsíþróttadeild Breiðabliks og söngbók UMFÍ boðin til kaups; UMSK fékk 100 krónur af hverju eintaki sem sambandið seldi. Þá voru framleiddar tæpSagt er að Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi reist öndvegissúlur sínar í Reykjavík árið 874. Vegna 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar árið 1974 var landsmóti UMFÍ frestað um eitt ár. Málverkið er eftir danska málarann Johan Peter Raadsig (1806–1882). Una Ragnarsdóttir úr Gerplu sat í landsmótsnefnd UMSK og lá ekki heldur á liði sínu sem keppandi, keppti bæði í vélsaumi og pönnukökubakstri.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==