Aldarsaga UMSK 1922-2022

309 boðavinnu, það var tekið í notkun árið 1986. Með vaxandi starfsemi Ýmis jukust siglingar á Skerjafirðinum jafnt og þétt og var hann oft prýddur mörgum seglum þegar aðstæður voru hagstæðar. Ýmisfélagar kepptu oft á mótum, bæði á kænum, kjölbátum og brettum og komust iðulega á verðlaunapall. Árið 1983 voru félagsmenn um eitthundrað, þar voru karlmenn í miklum meirihluta. Þegar iðkendum fjölgaði í Kópavogi og bátar stækkuðu varð þörfin brýnni fyrir höfn með flotbryggju. Það dróst að hún kæmi, hins vegar var flotbryggja sett upp í Reykjavíkurhöfn árið 1989 sem varð til þess að Ýmismenn leituðu þangað. Árið 1997 tók nefnd til starfa hjá Ými sem gerði áætlun um framtíðaraðstöðu félagsins. Um aldamótin kom fram sú hugmynd að byggja upp nýjar bækistöðvar við Fossvoginn og var fyrsta skóflustungan fyrir þær tekin 6. júní 2006. Gamla félagsheimilið var selt árið 2009 og félagið fékk glæsilega framtíðaraðstöðu við Naustavör sem var sniðin að þörfum félagsins. Þar er 400 fermetra hús með bátageymslu, búningsaðstöðu og félagsaðstöðu, framan við húsið er bátaplan og flotbryggja. Síðustu áratugina hefur Ýmisfólk tekið þátt í fjölda móta, bæði heima og erlendis, þar á meðal Ólympíuleikunum. Árið 1984 kepptu Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson í siglingum á Ólympíuleikunum í Los Angeles á 470-tvímenningskænu og lentu í 23. sæti af 28 keppendum. Gunnlaugur keppti einnig á Ólympíuleikunum árið 1988 í Seoul, ásamt Ísleifi Friðrikssyni, og höfnuðu þeir í 22. sæti af 29. Ýmir stendur fyrir öflugu barna- og unglingastarfi og hefur haldið mörg siglingamót og fræðslukvöld, árið 2012 var mótshaldinu háttað sem hér segir: „Félagið hélt á árinu fimm mót, þar á meðal var Íslandsmót kjölbáta sem haldið var um miðjan ágúst. Önnur mót voru opnunarmót kæna, Sumarmót kjölbáta, Lokamót kjölbáta og hið árlega Áramót sem félagið heldur alltaf á gamlársdag. Ýmir hélt á árinu þrjú fræðslukvöld sem voru vel sótt og í sumar voru vikuleg félagskvöld þar sem eldri félagar koma saman og skella sér í siglingu.“238 Árið 2013 fékk Ýmir „Bláfánann“ en það er alþjóðleg umhverfisvottun sem er veitt hafnarsvæðum og baðstöðum. Árið 2018 var starf Ýmis sem hér segir: „Sumarið 2018 var afskaplega skapvont fyrir siglingafólk. Samt tókst okkur að koma starfinu í gang á fyrri hluta sumars, og höfðum um 10 ungmenni sem mættu reglulega á æfingar. Félagssiglingarnar tókust nokkuð vel fyrri hluta sumars og 8 fullorðnir nýliðar fengu að reyna sportið í misgóðu veðri. Við náðum að koma Sifinni í tvær kjölbátakeppnir, en annars keppti Sigurborgin fyrir okkur á öðrum mótum. Einn unglingur fékk styrk til að sækja mót og siglinganámskeið erlendis, en tveir unglingar tóku þátt í kænumótum fyrir hönd félagsins.“239 Kjölbátar í harðri keppni á Íslandsmóti í Kópavogi 2009.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==