308 að smíða báta, veturinn 1971–1972 voru fjórir bátar smíðaðir af gerðinni International Fireball. Fljótlega eignaðist Ýmir skemmu sem var sett niður í Vesturvör í Kópavogi þar sem Æskulýðsráð Kópavogs rak siglingastarfsemi sína og unnu félagsmenn í Ými mikið í sjálfboðavinnu við að lagfæra húsnæðið. Næstu 30 árin var skemman notuð fyrir nýsmíði, viðgerðir á bátum og sem bátageymsla, hún nýttist félagsmönnum vel; á árunum 1974– 1976 var smíðaður þar kjölbátur, 25 feta langur og hlaut hann nafnið Skýjaborg. Siglingafélagið Ýmir gekk í UMSK árið 1973, það veitti félaginu aðild að Siglingasambandi Íslands sem var stofnað það sama ár, fyrsti formaður þess var Jón Ármann Héðinsson. Allar götur síðan hafa félagar í Ými verið virkir í starfi Siglingasambandsins. Á landsmóti UMFÍ á Akranesi sumarið 1975 voru siglingar sýningargrein sem Ýmismenn tóku þátt í og varð nokkuð sögulegt, ekki vegna vinds heldur logns. Frá því segir í kaflanum um landsmótið í þessari bók. Árið 1977 hófst bygging á félagsaðstöðu Ýmis fyrir ofan bátaskemmuna í Vesturvör. Sú smíði tók mörg ár enda fjármagn takmarkað og húsið byggt alfarið í sjálfAðstaða siglingafélagsins Ýmis við Naustavör í Kópavogi. Hér er verið að smíða Fireball kænu í aðstöðu Ýmis í Kópavogi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==