Aldarsaga UMSK 1922-2022

307 og ekki tókst að ljúka framkvæmdum í tæka tíð, meðal annars vegna rigningartíðar og bilana í tækjum.235 Þótt hátíðahöldin hafi ekki tekist sem skyldi litu menn bjartsýnir fram á veginn, í ársskýrslu sambandsins fyrir árið 1972 segir: „50. starfsár Ungmennasambands Kjalarnesþings er að baki. Óhætt er að fullyrða að starfsemin hefur ekki í annan tíma verið meiri. Haldin hafa verið fjölmörg mót, í hinum ýmsum greinum íþrótta í tilefni afmælisins. Keppt hefur verið í íþróttagreinum sem ekki hafa verið stundaðar áður af sambandsfélögunum. Sett var á stofn íþróttamiðstöð að Varmá í Mosfellssveit í samvinnu við Umf. Aftureldingu. Gefið var út blað til kynningar á starfseminni. Efnt var til happdrættis til fjáröflunar. Þetta er aðeins hluti af þeirri starfsemi sem fram hefur farið, og sér ekki fyrir endann á verkefnum sem blasa við og bíða úrlausnar, þrátt fyrir mikið og fórnfúst starf fjölda manna. Kemur þar aðallega til skortur á enn fleira fólki til félagsstarfsins og síðast en ekki síst, peningaleysi sambandsins.“236 Svífðu seglum þöndum … Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. Þannig orti Örn Arnarson um þær gleðistundir sem siglingar geta skapað. Þetta var löngu áður en siglingar voru viðurkenndar sem íþróttagrein á Íslandi, það gerðist á 8. áratugi 20. aldar þegar íþrótta- og æskulýðsráð á Akureyri, í Reykjavík og Kópavogi stuðluðu að siglingum ungmenna.237 Þrjú siglingafélög hafa verið stofnuð á sambandssvæði UMSK, í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Nú verður siglt á þeirra fund. Ýmir ýtir úr vör Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi var stofnað 4. mars 1971, í húsakynnum Æskulýðsráðs Kópavogs við Álfhólsveg. Stofnfélagar voru 14 talsins, 11 karlar og þrjár konur. Aldurstakmarkið var 18 ár og stofngjaldið 500 krónur. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosin: Rúnar Steinsen formaður, Brynjar Valdimarsson varaformaður, Bjarni Jarlsson gjaldkeri, Valgerður Jónsdóttir ritari, Steinn Steinsen spjaldskrárritari og Valdimar Karlsson, eftirlitsmaður með bátakosti. Á stofnfundinum var tekin sú ákvörðun að félagsmenn kæmu saman á þriggja vikna fresti þar sem ýmislegt yrði haft til skemmtunar. Ekki var tekin ákvörðun um nafn félagsins að sinni en ákveðið að koma á fót hugmyndabanka þar sem meðal annars væri hægt að senda inn nafnatillögur. Niðurstaðan var að velja nafnið Ýmir sem er sótt í norræna goðafræði; Ýmir var hrímþurs og faðir allra jötna, hann var drepinn og heimurinn skapaður úr honum, úr blóði Ýmis varð til sjór og stöðuvötn fyrir siglingafólk framtíðarinnar. Aðalmarkmiði hins nýja félags var lýst þannig í félagslögunum sem voru samþykkt árið 1972: „Markmið félagsins er að starfa að siglingum sem íþrótt. … Markmiði sínu hyggst félagið ná með því að veita félögum þess aðstöðu til smíða á bátum og geymslu á þeim. Einnig skal félagið beita sér fyrir bættri siglingaaðstöðu …“ Í 2. grein félagslaganna segir: „Tilgangur félagsins er að iðka og skapa góða aðstöðu til vatna- og sjóíþrótta, svo sem siglinga og róðurs.“ Í upphafi var bátakostur félagsins lánsbátur frá Æskulýðsráði Kópavogs, einn seglbátur og trillubátur sem hafði verið breytt í seglbát. Félagsmenn hófu fljótlega Gestur Guðmundsson á UMSK-þingi í Hlégarði í Mosfellssveit árið 1972. Gestur gegndi formennsku í UMSK 1966–1968.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==