Aldarsaga UMSK 1922-2022

306 – Eitt málband. – Tvær skeiðklukkur (varðveittar í Sundlaug Kópavogs). – Skrifborð og skrifstofustóll.230 Fjárhagsstaðan hjá hinu fimmtuga afmælisbarni var engan veginn góð og það var illa í stakk búið að mæta kostnaðarsömum hátíðarhöldum. Efnt var til happdrættis í fjáröflunarskyni, gefnir út 5000 miðar, miðaverð var 100 krónur og fengu sambandsfélögin 25% í sölulaun. Aðalvinningurinn var stereo-hljómtæki að verðmæti 40 þúsund krónur og þar að auki níu aukavinningar að verðmæti 5000 krónur hver.231 Í tengslum við happdrættið var gefið út fjögurra síðna blað í stóru broti til að kynna starfsemi UMSK. Var blaðið borið í hvert hús á sambandssvæðinu skömmu áður en miðarnir voru seldir og reyndist vera ágætur ágóði af happdrættinu. Ábyrgðarmaður blaðsins var Steinar Lúðvíksson og á forsíðu þess var viðtal við Sigurð Skarphéðinsson, formann UMSK, sem greindi frá hátíðarhöldum í tilefni afmælisins: „Við byrjum á innanhúsmótum, sem haldin verða í íþróttahúsunum í Kópavogi og Seltjarnarnesi. Við munum skreyta keppnissali og afhenda hverjum keppanda minjagrip í tilefni afmælisins. Keppt verður í boltaleikjum og frjálsum íþróttum í flestum aldursflokkum. Síðan verður sundmót í vor. Á þessum mótum verða aðeins keppendur frá sambandssvæði UMSK.“232 Eftir góðar viðtökur blaðsins var ákveðið að gefa út annað blað í sama broti, það var átta síður, kom út í júnímánuði 1972 og skilaði tekjum af auglýsingum. Sá þaulreyndi blaðamaður Sigurjón Jóhannsson (1933–2005), ævinlega kallaður Diddó, aðstoðaði við útgáfuna.233 Hann ólst að hluta upp í Mosfellssveit og hafði sterkar taugar til íþróttastarfsins innan Aftureldingar. Undirbúningsnefnd hátíðarhaldanna fékk Kristínu Þorkelsdóttur auglýsingateiknara til að hanna minjapening í tilefni afmælisins. Hún var heldur ekki ókunnug héraðssambandinu, hafði á sínum tíma keppt fyrir Aftureldingu í handknattleik. UMSK stóð framan á peningnum og ártölin 1922 og 1972 aftan á honum. Ákveðið var að slá 200 silfurpeninga og 300 eirpeninga og bjóða þá til sölu. Einnig var ákveðið að skrá heildarsögu UMSK en Loftur Guðmundsson rithöfundur hafði skrifað drög að sögu sambandsins í 40 ára afmælisritinu líkt og að framan greinir. Mosfellingarnir Ólafur Þórðarson og Sigurður Skarphéðinsson tóku viðtöl við gamla félaga upp á segulband, meðal annars við Guðbjörn Guðmundsson prentara sem var fyrsti formaður héraðssambandsins.234 Sú hugmynd kom fram að halda veglega afmælishátíð héraðssambandsins og var það rætt á blaðamannafundi á Varmá í Mosfellssveit í júlíbyrjun. Aðstöðuleysi og fjárskortur voru stærstu ljónin í veginum. Hvar ætti að halda slíka hátíð? Helst var horft til Varmársvæðisins en þar var mikilla úrbóta þörf, fram fóru viðræður milli Mosfellinga og UMSK um þær og skyldi stefnt að því að halda afmælishátíðina 19.–20. ágúst 1972. Framkvæmdir við Varmárvöll fóru vel af stað og allt kapp lagt á að ljúka þeim í tæka tíð, bæði að lagfæra knattspyrnuvöllinn en einnig var ætlunin að leggja 400 metra hlaupabraut umhverfis hann og malbika svæði við Varmárskóla sem gæti orðið keppnissvæði fyrir handknattleik og körfuknattleik. Sömuleiðis fóru fram viðgerðir á félagsheimilinu Hlégarði. En þá hljóp snurða á þráðinn Hvað er UMSK? Þeirri spurningu var svarað í „UMSKblaðinu“ árið 1972 þegar sambandið var hálfrar aldar gamalt. Meðal eigna UMSK árið 1972 voru tvær skeiðklukkur, varðveittar í Sundlaug Kópavogs.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==