Aldarsaga UMSK 1922-2022

305 Félagar í Gáska hafa tekið þátt í landsmótum UMFÍ þar sem íþróttir fatlaðra voru kynntar. Á landsmótinu í Keflavík og Njarðvík árið 1984 kepptu þeir í 100 m hlaupi, langstökki án atrennu, hástökki án atrennu og boltakasti og á landsmótinu í Mosfellsbæ árið 1990 kepptu þeir í 100 m hlaupi og boccia þar sem þeir tefldu fram tveimur sveitum.227 Frá árinu 2020 er Gáski ekki með aðild að UMSK. Íþróttafélagið Hlynur Kópavogshæli var starfrækt á árunum 1952–1993 fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir. Hinn 14. júní 1983 var Íþróttafélagið Hlynur stofnað þar, stofnfélagar voru 107, vistmenn og aðrir sem tengdust hælinu. Kristján Sigurmundsson var kjörinn fyrsti formaður Hlyns. Á stofnfundinn mættu meðal annarra fulltrúar UMSK, bæjaryfirvalda í Kópavogi og Íþróttasambands fatlaðra. Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 1983 segir: „Stjórn UMSK býður íþróttafélagið Hlyn velkomið til starfa og fagnar því að fá það til liðs við sig. Þá er félaginu óskað velfarnaðar um ókomin ár.“228 Á landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ árið 1990 voru íþróttir fatlaðra kynningargrein og þar tefldi Hlynur fram tveimur sveitum í boccia.229 Íþróttafélagið Tjaldur Íþróttafélagið Tjaldur var stofnað í maímánuði 1984 af vistmönnum og starfsfólki í Tjaldanesi í Mosfellsdal en þar var vistheimili starfrækt á árunum 1963–2004. Tilgangur félagsins var að stuðla að íþróttaiðkun meðal vistmanna, það gekk í UMSK á stofnárinu og var 18. félagið innan vébanda UMSK. Jónína Guðjónsdóttir var kjörin fyrsti formaður Tjalds. Fimmtugt afmælisbarn Árið 1972 fagnaði UMSK hálfrar aldar afmæli sínu. Af því tilefni voru afmælismót haldin í flestum þeim íþróttagreinum sem voru stundaðar á sambandssvæðinu og þar var fána UMSK flaggað óspart. Eignir afmælisbarnsins voru hvorki margar né stórar, samkvæmt ársskýrslu voru þær þessar: – 15 borðfánar. – Einn félagsfáni og fánastöng. – Tveir kasthringir (í láni hjá Ungmennafélaginu Dreng í Kjós). Sundlaugin á Skálatúni áður en byggt var yfir hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==