Aldarsaga UMSK 1922-2022

304 son, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Lagt var til að byrja með fáar íþróttagreinar: Sund, lyftingar, bogfimi og blak, fljótlega bættust svo við boccia og krulla (e. curling).224 Fyrstu íþróttafélögin á Íslandi fyrir fatlaða voru stofnuð í Reykjavík og á Akureyri árið 1974 og fyrsta mótið fyrir fatlaða fór fram í Reykjavík árið 1975, þar sem keppt var í krullu.225 Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) var stofnað árið 1979 og var Sigurður Magnússon kjörinn fyrsti formaður þess. ÍF er eitt af sérsamböndunum innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Innan UMSK voru stofnuð þrjú íþróttafélög fyrir fatlaða sem voru öll tengd ákveðnum vistheimilum. Þar að auki starfaði íþróttafélagið ÍVAR (Íþróttafélag Vinnuheimilisins að Reykjalundi) um skeið en það gekk ekki í UMSK. Íþróttafélagið Gáski Á Skálatúni í Mosfellsbæ hefur verið vistheimili frá því á 6. áratugi síðustu aldar og sundlaug var byggð þar á 7. áratugnum. Íþróttafélagið Gáski var stofnað á Skálatúni 10. júní 1982 og var 15. félagið sem gekk í UMSK. Starfsfólk á Skálatúni vann að stofnun félagsins og naut aðstoðar Sigurðar Magnússonar sem var þá formaður Íþróttasambands fatlaðra (ÍF). Sigrún Þórarinsdóttir þroskaþjálfi var kjörin fyrsti formaður Gáska. Mesta áherslan var lögð á sund, boccia og frjálsar íþróttir. Snorri Magnússon kenndi sundið en Þórður Árni Hjaltested þjálfaði frjálsar íþróttir og boccia. Sundlaugin á Skálatúni var byggð af aðstandendum heimilisfólksins með stuðningi félagasamtaka og afhent heimilinu að gjöf sumarið 1968. Hún er hringlaga, tíu metrar í þvermál og var einungis notuð að sumarlagi fyrstu tvo áratugina en eftir að byggt var yfir laugina var hægt að nýta hana allt árið og hefur hún mikið verið notuð fyrir ungbarnasund. Snorri Magnússon, íþróttakennari og yfirþroskaþjálfi í Skálatúnslaug, gegndi lengi formennsku í Gáska og sagði í viðtali árið 1998: „Þegar félagið hafði verið stofnað hófum við að æfa markvisst og byggja upp keppnishóp. Við völdum úr keppendur til að taka þátt í mótum ÍF en fyrsta mótið sem við tókum þátt í var Íslandsmótið 1983. Síðan höfum við verið mjög dugleg við að sækja öll mót á vegum ÍF. … Snorri sagði að íþróttaiðkunin hefði haft mikil áhrif, bæði líkamlega og ekki síður félagslega. Þar hefðu mótin mikið að segja en í Skálatúni hefði alltaf verið lögð mikil áhersla á að sem flestir tækju þátt í þeim.“226 Fyrir starf sitt innan Gáska fékk Snorri starfsmerki UMSK árið 2000 og silfurmerki sambandsins árið 2002. Júlíus Arnarson Júlíus Arnarson (1943–2011) kom mikið við sögu íþróttalífs innan UMSK og víðar, sannkallaður frumkvöðull, þar á meðal í íþróttastarfi fatlaðra. Hann lauk íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni árið 1967 og kenndi íþróttir við Flataskóla í Garðabæ í 35 ár, 1970–2005. Í Garðabæ tók hann mikinn þátt í að byggja upp íþróttalífið í vaxandi bæ, var fyrsti formaður frjálsíþróttadeildar Stjörnunnar árið 1971, kynnti blakíþróttina fyrir nemendum sínum og starfaði mikið að blakmálum innan Stjörnunnar og síðan HK. Einnig tók hann mikinn þátt í að byggja upp íþróttastarf eldri borgara í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Þegar skipulagt íþróttastarf fyrir fatlaða kom til sögunnar á 8. áratugnum gekk Júlíus til liðs við þá hreyfingu og var lengi formaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) sem var stofnað árið 1974. Um Júlíus var ritað í minningargrein: „Allt frá stofnun íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík hefur Júlíus verið viðloðandi starfsemi félagsins. Hann var strax á fyrsta starfsári ÍFR ráðinn til félagsins sem þjálfari og starfaði við þjálfun hjá félaginu í alls 35 ár. Hann var fyrsti íþróttaþjálfarinn sem ráðinn var til íþróttafélags fatlaðra íþróttamanna á Íslandi. Júlíus þjálfaði marga af afreksmönnum ÍFR. Hann hafði einstakt lag á því að umgangast fólk og ekki síst fólk með sérþarfir. Þolinmæði Júlla var einstök. Skilningur hans á vilja fatlaðra að verða virkir þátttakendur í íþróttastarfi gerði hann að málsvara þessa hóps. Hann barðist fyrir því að fatlaðir fengju viðurkenningu sem fullgildir íþróttamenn sem ekki þótti sjálfsagt hér á árum áður. Hann kom að þjálfun flestra greina sem stundaðar hafa verið hjá fötluðum, m.a. sundi, boccia, knattspyrnu, lyftingum, frjálsum íþróttum o.fl.“223 Júlíus Arnarson kom mikið við sögu íþróttalífs innan UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==