Aldarsaga UMSK 1922-2022

303 „Trimm-bostella“ eftir Ómar Ragnarsson sigraði í keppninni og var hluti laganna gefinn út á hljómplötu.219 UMSK skipaði sérstaka trimmnefnd og í henni sátu séra Bragi Friðriksson, Jón Ármann Héðinsson og Stefán Finnbogason. Hlutverk nefndarinnar var að vera tengiliður á milli ÍSÍ og UMSK, dreifa kynningarefni frá ÍSÍ og stofna til fundarhalda og umræðu um trimm. Garðbæingar voru sérstaklega kröftugir í trimminu eins og fram kemur í ársskýrslu sambandsins: „Umf. Stjarnan var það félag sem einna mest beitti sér fyrir að fá fólk til að Trimma, með því að auglýsa fjölda Trimm undir leiðsögn íþróttakennara. Annars virðist fólk kjósa að fara einförum og þá helst eftir að dimma tekur. U.M.S.K. og félögin þurfa að gera stór átak við að fá fólk til að stunda íþróttir sér til heilsubótar og ánægju.“220 Þegar litið er hálfa öld um öxl til þessara tíma er ljóst að trimmátakið hafði mikil og varanleg áhrif á allt samfélagið. Íþróttaiðkun varð hluti af daglegu lífi hjá fjölda fólks á öllum aldri um land allt. Íþróttastarf fyrir fatlaða Ísinn brotinn Trimmátakið á Íslandi tókst mætavel eins og greint var frá í síðasta kafla. Þó voru einstaklingar sem sátu eftir með sárt ennið þegar aðrir geystust af stað undir gunnfána trimmsins. Gísli Halldórsson, sem þá var forseti ÍSÍ, greinir frá því í ævisögu sinni: „Þegar ÍSÍ hafði hrint trimmherferðinni af stað varð okkur ljóst að einn var sá hópur sem við höfðum ekki reiknað með sem þátttakendum í þessu átaki en það voru fatlaðir og aðrir sem eigi gengu heilir til skógar. Úr því vildum við bæta svo um munaði. Vissulega höfðum við styrkt starfsemi þeirra, en þar var hvergi nóg að gert. Það hittist því vel á að þegar Sigurður Magnússon sótti hinn árlega fund Íþróttanefndar Evrópuráðsins í Strassbourg vorið 1972 fræddist hann ítarlega um frumkvöðlastarf í íþróttum fatlaðra erlendis.“221 Íþróttastarf fyrir fatlaða ruddi sér til rúms erlendis á síðustu öld og fyrstu heimsleikar fatlaðra voru haldnir árið 1960. Nú var komið að Íslendingum að taka til hendinni á þessum óplægða akri og það gerðu þeir svo sannarlega. Íþróttastarf fyrir fatlaða skaut rótum á Íslandi á 8. áratugnum að frumkvæði ÍSÍ í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Sjálfsbjörgu. Á íþróttaþingi árið 1972 flutti Oddur Ólafsson, fyrrum yfirlæknir á Reykjalundi, erindi og benti á að íþróttir gætu orðið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fatlaðra, hann sagði meðal annarra orða: „Íþróttir eru mikilvægur liður í endurhæfingu fatlaðra. Tilgangur endurhæfingar er að rækta einstaklinginn andlega og líkamlega. Að endurheimta það heilsufar og þá orku, sem unnt er, og líta fyrst og fremst á það sem eftir er af manninum en ekki einblína á það sem tapast hefur. … Hér á landi er óplægður akur á sviði íþrótta fyrir fatlaða. Fjöldi einstaklinga bíður færis að mega njóta þeirrar heilsubótar, ánægju, örvunar og blessunar, sem íþróttaiðkanir veita. Ef íþróttahreyfingin á Íslandi sæi sér fært að veita forystu í þessu efni, þá myndi það verða þakklátt verkefni, er gæti með tímanum gefið okkur hamingjusamari, sjálfstæðari og verðmætari einstaklinga.“222 Íþróttahreyfingin brást vel við þessari brýningu Odds, haustið 1972 sendi ÍSÍ bréf til Öryrkjabandalags Íslands og fór þess á leit við bandalagið að það tilnefndi fulltrúa í nefnd til að undirbúa jarðveginn fyrir íþróttastarf fyrir fatlaða. Guðmundur Löve varð fulltrúi ÖBÍ í nefndinni, aðrir nefndarmenn voru Sigurður Magnússon, útbreiðslustjóri ÍSÍ, og Trausti SigurlaugsTrimmkarlinn var táknmynd trimmátaksins. Meðal fatlaðra hefur boccia-leikurinn notið mikilla vinsælda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==