Aldarsaga UMSK 1922-2022

302 félögum. Vilhelm Patrick Bernhöft var kosinn formaður félagsins og Árni Geir Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri. Á fundinum voru lögð fram drög að lögum félagsins og þau samþykkt samhljóða, fyrstu fjórar lagagreinarnar hljóða þannig: 1. gr. Félagið heitir Skautafélagið Fálkar (Fálkar). 2. gr. Heimilisfang félagsins og varnarþing er í Kópavogi. 3. gr. Tilgangur félagsins er að iðka skautaíþróttir í Kópavogi og aðrar tengdar íþróttir sem tengjast skautasvellum eins og curling og línuskautar. 4. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að efla áhuga á skautaíþróttum í Kópavogi og byggja skautasvell í bæjarfélaginu. Eitt af baráttumálum félagsins var að byggja skautahöll og/eða setja upp skautasvell í Kópavogi og var sú hugmynd kynnt fyrir bæjaryfirvöldum. Það verkefni var þó ekki í hendi og verra var að ógerningur var að fá tíma í þeim skautahöllum sem voru til staðar á höfuðborgarsvæðinu þannig að eiginleg íþróttastarfsemi hjá Fálkunum lá í hálfgerðum dvala á meðan. Félagar gátu þá helst æft á morgnana þegar lausir tímar voru í skautahöllunum. Kjarni liðsins voru svonefndir viðbragðsaðilar af höfuðborgarsvæðinu, úr lögreglunni, slökkviliðinu, landhelgisgæslunni og fangaverðir. Skautafélagið Fálkar gekk úr UMSK árið 2020. Allir út að trimma! „Nú er sá tími liðinn, að almenningur skopist að íþróttum og telji þær fáfengilegt sprikl, sem aðeins hæfi börnum og skrýtnu fólki.“215 Þannig ritaði Örn Eiðsson á 7. áratugnum, hann var um skeið bæjarfulltrúi í Garðabæ og um árabil formaður Frjálsíþróttasambands Íslands. Grein hans hét „Íþróttir fyrir alla“ og þar kynnir Örn viðhorf sín til almenningsíþrótta. Ljóst var að nýir tímar voru að renna upp á þeim vettvangi, íþróttir voru ekki lengur eingöngu bundnar við keppnisfólk og barnaleiki, þær voru fyrir alla, konur og kalla, fyrir fólk á öllum aldri með mismunandi hæfni og sjálfsagður hluti af daglegu lífi almennings, jafnt í glaðasólskini og niðamyrkri. Á íþróttaþingi ÍSÍ árið 1970 dró til tíðinda í þessum efnum, samþykkt var að ÍSÍ beitti sér fyrir átaki í almenningsíþróttum að erlendri fyrirmynd. Sigurður Magnússon var ráðinn útbreiðslustjóri ÍSÍ og hafði hann umsjón með átakinu sem hlaut nafnið trimm. Þetta nýyrði í íslenskri tungu var skilgreint þannig í íslenskri alfræðibók um íþróttir sem kom út árið 1976: „trimm, heiti á áróðursherferð, sem miðar að því að vekja og auka áhuga almennings á líkamsrækt, útivist og þátttöku í íþróttum. Slíkar „herferðir“ hafa tíðkazt í nokkrum nálægum löndum. Árið 1971 hóf ÍSÍ „trimm-herferð“ m.a. með útgáfu á margs konar pésum, veggspjöldum og bæklingi um t. [trimm] og nauðsyn líkamsræktar.“216 Viðbrögð þjóðarinnar við þessari „herferð“ voru afar góð, fólk hóf að stunda skokk, útiveru og líkamsrækt í auknum mæli.217 ÍSÍ gaf einnig út kynningarefni, lét gera auglýsingar sem hvöttu almenning til að trimma og þingeyskur hagyrðingur orti „Trimmbrag 1971“, eitt erindið er þannig: Þá fór eins og eldur um akursins reit þessi áróðurs herferð um trimm, jafnt um borganna stræti og strjálbýlis sveit og stefndi fram hraðfleyg og grimm. Bara hreyfa sig nóg, strax að hætta allri ró, og þeir hófu upp liðkunar söng, ekki er þjóðinni í hag, fái þegnarnir slag eða þrengist um kransæða göng.218 Einn liður í trimmátakinu var að ÍSÍ hélt dægurlagasamkeppni í samvinnu við samtök tónlistarfólks. Á annað hundrað lög bárust í keppnina, bein útvarpsútsending var frá Hótel Sögu þegar úrslitin voru kynnt, lagið Íþróttir fyrir alla – líka útvarpsþulina Jón Múla Árnason og Jóhannes Arason sem iðkuðu líkamsrækt á vinnustað sínum, í útvarpshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==