Aldarsaga UMSK 1922-2022

301 Skautað á ísnum Skautaiðkun hefur lengi tíðkast þar sem heppilegar aðstæður eru fyrir hendi, í Noregi og Hollandi hafa til dæmis fundist 3000 ára gamlir skautar.210 Fáar heimildir eru um skautaiðkun Íslendinga á fyrstu öldum Íslandssögunnar, þótt hún hafi vafalaust verið til staðar. Þá var notast við stórgripaleggi sem voru festir á fætur með ólum en um aldamótin 1800 komu til sögunnar tréskautar með járnblaði. Skautafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1893 og hélt fyrsta skautamótið hérlendis á Reykjavíkurtjörn árið 1909. Skautafélög voru einnig starfandi á Akureyri og í Hafnarfirði en fyrsta Íslandsmótið í skautahlaupi var haldið í Reykjavík árið 1950.211 Á Melavellinum var útbúið skautasvell með vatnsdælingu sem varð mjög vinsælt, hægt var að leika tónlist skautafólkinu til skemmtunar, engin íbúabyggð var þar í grenndinni en helst truflaði tónlistin lærdómshesta í háskólanum sem urðu víxlaðir á námskeiðinu.212 Reykvísk börn og unglingar renndu sér einnig á skautum á Reykjavíkurtjörn eins og fram kemur í ævisögu Gísla Halldórssonar (1914–2012) sem var forseti ÍSÍ 1962–1980: „Ég byrjaði að renna mér á hrossleggjum á smátjörnum á túninu. Það var mjög gaman og það fór um mig ánægjustraumur þegar ég var farinn að ná löngum salíbunum án þess að detta. Fljótlega fékk ég svo járnskauta frá systur minni sem þóttist vaxin upp úr slíkum barnaleikjum. Þetta voru stelpuskautar, uppbeygðir að framan. Ég var fljótur að saga af þeim beygjuna og eftir það voru það hinir bestu skautar sem ég notaði fram að fermingu. Eftir að ég hóf nám í Miðbæjarskólanum átta ára gamall varð Reykjavíkurtjörn aðal æfingasvæðið en stór hópur nemenda stundaði skautaferðir á Tjörninni. Einkum voru strákarnir iðnir við kolann. Þegar Tjörnina lagði var iðulega stór hópur barna og unglinga á skautum. Slökkviliðið sá um að sópa svellið þegar snjóaði.“213 Ungmennafélagar í sveitum landsins iðkuðu skautahlaup sér til skemmtunar og notuðu oftast járnskauta sem voru festir á sérsmíðaða skó eða klossa. Fyrsta skautamót meðal ungmennafélaga sem sögur fara af var haldið á Hestvatni í Grímsnesi á öskudaginn árið 1912.214 Á félagssvæði UMSK voru stöðuvötn og tjarnir sem hentuðu ágætlega til skautaiðkunar, til dæmis Hafravatn í Mosfellssveit, þar sem ungmennafélagar og aðrir gátu skellt sér á skauta, þótt ekki væri þar um skipulagt starf að ræða. Aðeins eitt skautafélag hefur starfað innan UMSK; líkt og í skíðamennskunni voru það Kópavogsbúar sem tóku af skarið en þó ekki fyrr en 20. október 2010. Þann dag var stofnfundur Skautafélagsins Fálka haldinn að Vatnsendabletti 710 í Kópavogi að viðstöddum tíu stofnÁður fyrr var vinsælt að fara á skauta á Reykjavíkurtjörn, ljósmynd frá árinu 1941.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==