Aldarsaga UMSK 1922-2022

300 10–11 ára: – Faxaflóamót þar sem er keppt í bæði svigi og stórsvigi – Jónsmót – Andrésar andarleikarnir 12 ára og eldri.“208 Margt afreksfólk hefur komið úr skíðadeild Breiðabliks, hér má sjá lista yfir handhafa skíðabikars UMSK 2003– 2017, bikarhafarnir koma allir úr Breiðabliki, enda eru ekki skíðadeildir í öðrum félögum innan UMSK. Sindri Már Pálsson 2003–2006. Markús Már Jóhannsson 2007. Hildur Sigrún Guðbrandsdóttir 2008. Markús Már Jóhannsson 2009. Hjalti Þór Ísleifsson 2010. 2011 vantar í ársskýrslu 2018. Erla Ásgeirsdóttir 2012–2016. Agla Jóna Sigurðardóttir 2017.209 Árið 2019 bar það hæst að Jón Erik Sigurðsson varð Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi í flokki 14–15 ára og einnig bikarmeistari í þessum greinum. Árið 2020 féllu mót og keppni niður vegna COVID en árangur Jóns Eriks og Margrétar Davíðsdóttur á alþjóðlegu ungmennamóti í Andorra stóð upp úr á því ári. Skálagistingar Skíðaskáli Breiðabliks í Bláfjöllum er afar mikilvægur fyrir starf skíðadeildar félagsins. Hann er afdrep fyrir iðkendur á skíðadögum og stundum gista þeir þar eins og greint er frá í bæklingi skíðadeildar Breiðabliks frá árinu 2018: „Skálagisting er stór partur af þessu öllu saman. Þá hittumst við með krakkana okkar seinnipart föstudags, oftast eftir æfingu hjá krökkunum. Allir fá heitan mat og svo kvöldkaffi. Haldin er kvöldvaka sem börnin skipuleggja og svo gista allir þeir sem vilja. Reglan hefur verið sú að það verður einhver fullorðinn að gista með börnum 9 ára og yngri. Þetta er virkilega góð leið til þess að kynnast hinum foreldrunum og hefur þetta aldrei klikkað og finnst börnunum þetta oftast hápunkturinn á vetrinum og það sem býr til flestar minningarnar. Við reynum að hafa gistingu einu sinni í mánuði og ætlum við að byrja með einni stórri gistingu áður en við komumst á skíði núna í nóvember.“207 Skíðaskáli Breiðabliks í Bláfjöllum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==