Aldarsaga UMSK 1922-2022

299 snúið kaðlinum. Öll þessi vinna allra frumkvöðla skíðadeildarinnar var unnin í sjálfboðavinnu af miklum dugnaði og harðfylgni. Þetta var allt gert þrátt fyrir að deildin væri ný og peningalaus.“205 Á 8. áratugnum hófust skipulagðar rútuferðir í Bláfjöll um helgar á vegum skíðadeildarinnar sem réð einnig þjálfara til að leiðbeina ungu fólki í brekkum Bláfjalla. Einnig keypti félagið skíðaskála í samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópavogi. Starfið var blómlegt, árið 1980 voru um 50 félagar í skíðadeildinni, hluti þeirra tók þátt í skíðamótum, meðal annars í hinum árlegu Andrésar andar leikum sem fóru fyrst fram árið 1976 og hafa verið árviss atburður síðan, ævinlega haldnir í Hlíðarfjalli, skammt frá Akureyri. Á þessu vinsæla skíðamóti hafa flestir bestu skíðamenn Íslands hafið feril sinn. Um 1990 kom nýr og rúmgóður skíðaskáli Breiðabliks til sögunnar í Bláfjöllum, kallaður Skíðamiðstöðin Breiðablik og átti bæði að þjóna skólabörnum úr Kópavogi, skíðadeild Breiðabliks og hinum almenna skíðaiðkanda.206 Húsið er 680 fermetrar að stærð, þar er hægt að hýsa 80 manns og er skálinn leigður út allan ársins hring. Skíðadeild Breiðabliks starfar enn af krafti og er aðili að Skíðasambandi Íslands. Iðkendur eru allt frá ungum börnum til fullorðinna, æfingar eru undir stjórn þjálfara fyrir alla aldursflokka. Þrekæfingar fara fram í íþróttahúsi Kársnesskóla þar til snjóa fer í fjöll og skíðasvæðið í Bláfjöllum er opnað. Árið 2003 fékk deildin gæðaviðurkenningu hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands fyrir gott skipulag, góða menntun þjálfara og öflugt stjórnarstarf. Þessi viðurkenning heitir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Sama ár lét skíðadeildin útbúa handbók fyrir iðkendur og aðstandendur þeirra. Mörg mót standa iðkendum innan deildarinnar til boða, veturinn 2018–2019 voru þau sem hér segir: „Við tökum þátt í mótum yfir veturinn. 7 ára og yngri taka þátt í – Hengilsleikunum – Ármannsleikunum – Víkingsleikunum – Breiðabliksleikunum Dagsetningar fyrir þessi mót koma oft með stuttum fyrirvara og mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að við erum algjörlega háð veðri og vindum og því breytast oft plönin okkar. – Andrésar andarleikarnir eru langstærsta mótið hjá þessum krökkum og frábær upplifun að taka þátt í því. Allir sem æfa skíði ættu því að stefna á að taka þátt í því en það er alltaf sett á sumardaginn fyrsta og er frá fimmtudegi til sunnudags. Einnig eru haldin minni skemmtimót eins og páskaeggjamót KR og fleiri. 8–9 ára taka þátt í þessum sömu mótum en – Jónsmótið bætist við hjá 2009 krökkunum sem er haldið á Dalvík oftast í byrjun mars. Í Bláfjöllum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==