Aldarsaga UMSK 1922-2022

297 góð, hversdagurinn leit þannig út hjá þátttakendum sem voru á aldrinum 8–14 ára: „Í ungmennabúðunum byrjaði dagurinn með fánahyllingu og að loknum morgunverði var tekið til við íþróttirnar og farið í laugina. Að lokinni hvíld eftir hádegismat var farið í leiki og gönguferðir og haldið áfram við íþróttirnar. Síðan var farið í laugina aftur fyrir kvöldmat. Yfirleitt var haldin kvöldvaka að loknum kvöldmat. Efni hennar var heimatilbúið og flutt af þátttakendum. Deginum lauk síðan með kvöldmjólk og sameiginlegri kvöldbæn. Í lok hvers námskeiðs kom ráðunautur frá áfengisvarnarráði og fræddi þátttakendur um skaðsemi áfengis og tóbaks.“198 Ekki tókst að hafa æfingabúðir 1974 vegna húsnæðismála en sumarið 1975 voru ungmennabúðir UMSK og Aftureldingar að Varmá. Hörður Ingólfsson var forstöðumaður þeirra, hann var frá Fitjakoti á Kjalarnesi og hafði gert garðinn frægan í frjálsum íþróttum með Aftureldingu um miðbik aldarinnar en gekk síðar í raðir Breiðabliksmanna. Riddarar taflborðsins Skák er ævaforn íþrótt í henni veröld en heimildir um taflmennsku á Íslandi á fyrri öldum eru stopular og ekki ítarlegar. Skákiðkun hérlendis varð fyrst verulega útbreidd á seinni hluta 19. aldar og á 20. öld, samfara aukinni þéttbýlismyndun. Fyrsta Íslandsmótið í skák fyrir karla var haldið árið 1913 en ekki fyrr en 1975 fyrir konur. Skáksamband Íslands var stofnað árið 1925.199 Í fyrri hluta þessarar bókar er greint frá því þegar skákin nam land á vettvangi UMSK, fyrsta héraðsmótið var haldið árið 1957, þangað mættu keppendur frá öllum fimm aðildarfélögum sambandsins. Næstu árin voru haldin héraðsmót í skák en þegar leið á 7. áratuginn dró úr taflmennsku hjá félögum innan UMSK og héraðsmótin féllu niður – um skeið. UMFÍ hafði einnig hug á að hefja skákina á stall á sínum vettvangi og var tekin ákvörðun um það á UMFÍþingi árið 1965. Landskeppni UMFÍ fór í fyrsta skipti fram í Leirárskóla í Borgarfirði vorið 1967, ári síðar fór keppnin fram á þremur stöðum á landinu, meðal annars í Kópavogi. Keppt var í fjögurra manna sveitum og sveit UMSK vann sér rétt til að keppa á landsmótinu á Eiðum árið eftir og fór þar með sigur af hólmi. Árið 1970 var skákin einkum iðkuð í Kópavogi og á Seltjarnarnesi á félagssvæði UMSK og skáksveit sambandsins vann UMFÍ-keppnina það árið, í sveitinni voru Jónas Þorvaldsson, Lárus Johnsen, Júlíus Friðjónsson og Ari Guðmundsson. Árið 1971 sigraði sveit UMSK einnig á skákþingi UMFÍ í sínum riðli og komst í úrslit á landsmótinu á Sauðárkróki það sama sumar. Á landsmótum UMFÍ á Eiðum 1968 og Sauðárkróki 1971 var skákin sýningargrein en gilti fyrst til stiga á landsmótinu á Akranesi árið 1975. Lesa má nánar um skákkeppni á landsmótunum í umfjöllun um mótin í þessari bók. Það lið sem sigraði á skákþingum UMFÍ fékk að launum svokallaða Skinfaxastyttu, 33 cm háan riddara sem Jóhann Björnsson myndskeri hafði mótað úr tré. Árið 1976 annaðist UMSK úrslitakeppnina á skákþingi UMFÍ sem fór fram í Kópavogi, UÍA sigraði og hlaut Skinfaxastyttuna sem UMSK hafði unnið undanfarin ár. Um skeið ríkti nokkur ládeyða í skipulagðri skákiðkun innan UMSK en árið 1984 kviknuðu taflmennirnir til lífsins á ný á þeim vettvangi með skákþingum sambandsins, frá því segir í ársskýrslu UMSK: „Á árinu hófst nýr þáttur í starfsemi sambandsins a.m.k. um árabil. Síðast liðin tvö ár hafa verið uppi hugmyndir um að koma af stað skákmóti innan sambandsins. Það var Langstökk í sumarbúðunum á Varmá. Ungir skákiðkendur úr Breiðabliki hampa verðlaunabikurum á Íslandsmóti ungmenna í desemberbyrjun árið 2020.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==