Aldarsaga UMSK 1922-2022

296 Sumarbúðir á Varmá Á 8. áratugnum gekkst UMSK fyrir sumarbúðum að Varmá í Mosfellssveit og nýtti þann húsakost sem þar var fyrir hendi, í Varmárskóla, Varmárlaug og heimavistarhúsi, einnig í félagsheimilinu Hlégarði sem er þar á næstu grösum. Árið 1971 voru haldin fjögur sex daga námskeið fyrir 10–14 ára börn. Kennarar voru Alda Helgadóttir og Júlíus Arnarson sem veittu tilsögn í knattleikjum, sundi og frjálsum íþróttum, einnig var kennd hjálp í viðlögum og fjallað um starfsemi ungmennafélaga. Kvöldvökur voru haldnar með skemmtiefni og farið í gönguferðir að Álafossi og Reykjalundi. Matráðskonurnar Björg Ríkarðsdóttir og Þóra Karlsdóttir tóku á móti börnunum í mat í Hlégarði. Þátttakendur voru samtals um 80 talsins.195 Hálfri öld síðar rifjaði Alda Helgadóttir upp þessi námskeið: „Stundaðar voru íþróttir á daginn og síðan var sögulestur á kvöldin, áður en krakkarnir fóru að sofa. Við héldum kvöldvöku strax í upphafi námskeiðsins, þar kynntust börnin strax, ég á ennþá uppskrifuð atriði frá þessum kvöldvökum. Þetta er skemmtilegasta vinnan sem ég hef stundað um ævina.“196 Sumarið 1972 voru einnig ungmenna- og æfingabúðir að Varmá, með aðsetur í heimavistarhúsinu þar. Haldin voru sex námskeið fyrir 8–14 ára börn, alls voru þau 171 talsins. Kenndar voru flestar greinar íþrótta og farið í skoðunarferðir um nágrennið. Kennarar voru Júlíus Arnarson, Helga Jensdóttir og Alda Helgadóttir.197 Helga Jensdóttir stýrði ungmennabúðunum árið 1973, henni til aðstoðar var Ólafur Þorsteinsson. Þátttaka var Börn í sumarbúðum á Varmá í Mosfellssveit sumarið 1971. Júlíus Arnarson íþróttakennari dregur íslenska fánann að húni. Þátttakendur á sumarnámskeiði á Varmá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==