Aldarsaga UMSK 1922-2022

293 stök ungmennafélög voru orðin svo öflug að það var réttmæt spurning hvort væri ráðlegra að keppa undir eigin merkjum en í nafni héraðssambandsins. UMSK tók oft þátt í bikarkeppni FRÍ, ýmist í 1. eða 2. deild en hampaði ekki aftur gullverðlaunum í 1. deild, þar hafa KR, ÍR og FH verið sigursælustu liðin. Sumarið 1983 keppti UMSK í 2. deild, þá var dauft yfir búningamálum hjá sambandinu. Þótt starfið væri blómlegt hjá sambandinu voru einstök aðildarfélög sjálfstæð og sterk og áttu sína eigin félagsbúninga sem þau notuðu jafnan. Það var því ekki oft sem íþróttafólk á sambandssvæðinu sá ástæðu til að skarta sérstökum UMSK-búningum, ef undan eru skilin landsmót UMFÍ. En árið 1983 gerði stjórn sambandsins átak í búningamálum og lét sauma 25 keppnisboli sem voru notaðir í fyrsta skipti þegar frjálsíþróttalið UMSK keppti í 2. deild í bikarkeppni FRÍ þá um sumarið. Og það var eins og við manninn mælt: UMSK sigraði í keppninni og vann sig upp í 1. deild. „Vafalaust átti sú stemmning, sem búningarnir sköpuðu, sinn þátt í að sambandið endurheimti sæti sitt í 1. deild.“193 Þar kom að Breiðablik hóf að keppa undir eigin merkjum í bikarkeppninni og vann sig upp í 1. deild árið 1999. Aðeins eitt annað ungmennasamband hefur unnið bikarkeppnina í 1. deild, það var Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) sem hampaði gullinu á árunum 1990 og 1993. Kambabrúnarhlaup Svonefnt Kambabrúnarhlaup fór fram árið 1973, þá var hlaupið frá Kambabrún til Reykjavíkur, 40 km vegalengd. Fjórir hlauparar voru í hverri sveit, sérhver þeirra hljóp 10 kílómetra. Sveit UMSK lenti í 2. sæti, í henni voru Einar Óskarsson, Markús Einarsson og Gunnar Snorrason, allir úr Breiðabliki, og Erlingur Þorsteinsson úr Stjörnunni. Frjálsíþróttalið UMSK sem sigraði í bikarkeppni FRÍ árið 1971. Fremri röð frá vinsti: Kristín Björnsdóttir, Gunnþórunn Geirsdóttir, Hafdís Ingimarsdóttir, Jensey Sigurðardóttir og Soffía Ingimarsdóttir. Standandi frá vinstri eru: Karl Stefánsson, Kristín Jónsdóttir, Alda Helgadóttir, Björg Kristjánsdóttir, Helgi Sigurjónsson, Böðvar Örn Sigurjónsson, Trausti Sveinbjörnsson, Hafsteinn Jóhannesson og Karl West Frederiksen. Keppnin stóð yfir í tvo daga, á þessa mynd vantar þrjá úr sigurliðinu: Þorstein Alfreðsson, Ásbjörn Sveinsson og Gunnar Snorrason.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==