Aldarsaga UMSK 1922-2022

292 sem héraðssambands breyttist. Breiðablik keppti undir merkjum UMSK fram undir 1990 en hóf þá að keppa meira undir eigin nafni líkt og fleiri félög innan UMSK. Baráttan um bikarinn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) er sérsamband innan ÍSÍ, stofnað árið 1947. Það efndi fyrst til Bikarkeppni FRÍ árið 1966 og varð keppnin fljótlega einn af hápunktum sumarsins í frjálsum íþróttum. Þátttökulið sendu sinn sterkasta liðsmann í sérhverja keppnisgrein þar sem barist var um stigin. Heildarstigagjöfin réð úrslitum um hverjir yrðu bikarmeistarar. Fyrstu fimm árin sigraði Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR), UMSK tók þátt í keppninni árið 1968 og lenti þar í þriðja sæti, árið 1970 varð UMSK í öðru sæti og ÍR í 3. sæti. Það þóttu nokkur tíðindi þegar ungmennasamband komst upp á milli Reykjavíkurfélaganna en ári síðar (1971) bætti UMSK um betur og sigraði í bikarkeppninni með glæsibrag, nær allir keppendur voru úr Breiðabliki. Sigurður Geirdal, sem kom mikið við sögu Breiðabliks, UMSK, Kópavogs og UMFÍ, sagði í viðtali um þennan sæta sigur héraðssambandsins: „Loksins kom að því að við unnum bikarkeppni FRÍ og staðfestum það sem við höfðum raunar verið vissir um, í langan tíma, að við vorum orðnir besta frjálsíþróttafélag landsins.“192 Árið 1972 lenti lið UMSK í öðru sæti í bikarkeppninni, það var alfarið skipað Breiðabliksfólki. Breiðablik hafði sótt um að keppa undir eigin merkjum, UMSK hafði samþykkt þá hugmynd en henni var hafnað af FRÍ sem taldi að þá yrði Breiðablik að fara aftur á byrjunarreit og mæta til leiks í 2. deild. Þessi umræða speglaði vel þá stöðu sem var að teiknast upp um þetta leyti, einÁlafosshlaupið Sigurjón Pétursson, verksmiðjueigandi á Álafossi, og Glímufélagið Ármann höfðu frumkvæði að því að haldið var svonefnt Álafosshlaup, fyrst 3. júlí árið 1921. Viðburðurinn var auglýstur þannig á forsíðu Morgunblaðsins: „Kapphlaup frá Klv. [Klæðaverksmiðjunni] >Álafoss< í Mosfellssveit út á Íþróttavöll. Hlaupið frá Álafossi kl. 2.40 e.h. og endar með 11 hring á Íþróttavellinum. Verðlaun: Álafossbikarinn. Lengsta kapphlaup sem háð hefir verið á Íslandi.“189 Kristján X konungur og Alexandrine drottning voru viðstödd þegar hlaupararnir komu í mark á Melavellinum, sigurvegari var Þorkell Sigurðsson úr Ármanni sem þreytti þessa þolraun á tæpum sex klukkustundum. Guðjón Júlíusson sigraði í Álafosshlaupinu árið 1922 og Magnús Eiríksson 1923 en þeir kepptu báðir fyrir Íþróttafélag Kjósarsýslu sem þá var nýstofnað. Álafosshlaupið fór fram árlega til 1938, fyrst var hlaupið frá Álafossi til Reykjavíkur, síðan snerist taflið við og var hlaupið frá Reykjavík og upp að Álafossi.190 Eftir langt hlé var hlaupið endurvakið á 8. áratugnum að frumkvæði Aftureldingar og þá gaf Álafossverksmiðjan verðlaunin. Aftur varð hlaupahlé en þessi sögufrægi viðburður var vakinn til lífsins enn á ný árið 1999 að frumkvæði frjálsíþróttadeildar Aftureldingar og fór þá fram 12. júní eða því sem næst. Vísar sú dagsetning til svokallaðrar fánatöku á Reykjavíkurhöfn 12. júní árið 1913.191 Ragnhildur Pálsdóttir úr Stjörnunni tekur við verðlaunum í Álafosshlaupinu árið 1973 frá Pétri Péturssyni, forstjóra Álafoss. Fyrsti verðlaunagripurinn í Álafosshlaupinu er veglega útskorinn og varðveittur í Árbæjarsafni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==