Aldarsaga UMSK 1922-2022

291 ins í Aftureldingu en síðar gekk hann í raðir Breiðabliksmanna. Nú skyldi maður ætla að næsta héraðsmót í frjálsum íþróttum yrði einnig haldið á hinum glæsilega Kópavogsvelli en öðru nær, ákveðið var að halda á vit sveitasælunnar í Mosfellssveit og keppt á Tungubökkum 17.– 18. júlí 1976. Stóra, nýja UMSK-tjaldið var sett upp og sumir mótsgesta tjölduðu inni í „gímaldinu“ og gistu þar um nóttina. Á Tungubökkum var grasvöllur frá náttúrunnar hendi og þar höfðu félagar í Aftureldingu stundað æfingar af kappi á blómaskeiði félagsins í frjálsum íþróttum á 5. og 6. áratugnum eins og fyrr er greint frá á þessum blöðum. Síðan fjaraði það blómaskeið út en nú var áhuginn að kvikna aftur og byrjað að nýta Tungubakkana á nýjan leik, fyrst og fremst sem knattspyrnuvöll. Árið 1981 var héraðsmótið haldið á Kópavogsvelli en þá hafði það fallið niður um nokkurra ára skeið. Þar bar hæst nýtt héraðsmet Hreins Jónassonar í spjótkasti, 63,24 metrar. Allir sem hömpuðu meistaratitlinum voru úr Breiðabliki nema Eggert Bogason úr Aftureldingu sem sigraði í kúluvarpi, hann kastaði 13,08 metra. Yfirburðir Breiðablik, voru miklir á mótinu og reyndar átti Eggert eftir að ganga til liðs við Breiðablik síðar. Árið 1983 var frjálsíþróttaráð UMSK starfandi, Jón Þ. Sverrisson var formaður ráðsins sem hélt héraðsmót innanhúss í Baldurshaga í Laugardal og í íþróttahúsinu á Varmá. Þar voru Svanhildur Kristjónsdóttir, Íris Jónsdóttir og Berglind Erlendsdóttir úr Breiðabliki sigursælar og einnig Sigsteinn Sigurðsson úr Aftureldingu sem bætti héraðsmetið í þrístökki án atrennu (9,52 m) og í langstökki án atrennu (3,28 m). Fyrra langstökksmetið átti Óskar Alfreðsson frá Útkoti á Kjalarnesi (3,27 m). Sama ár, í júlí 1983, var haldið aldursflokkamót UMSK við Félagsgarð í Kjós, keppendur voru úr Dreng, UMFA og Breiðabliki. Þar var Fríða Rún Þórðardóttir sigursæl, hún keppti í flokki 13–14 ára fyrir Aftureldingu og hjá henni blasti við glæsilegur hlaupaferill.188 Héraðsmót UMSK í frjálsum íþróttum runnu sitt skeið á enda fyrir 1990, önnur mót stóðu keppnisfólki til boða, bæði á Íslandi og erlendis, og hlutverk UMSK Verðlaunaskjal frá UMSK, óskrifað blað. Bertram Möller (1943– 2007), betur þekktur sem Berti Möller, tók þátt í spjótkasti á meistaramóti UMSK árið 1966. Berti var á sínum tíma þekktur dægurlagasöngvari, söng meðal annars með Lúdósextettinum og Hljómsveit Svavars Gests. Spjótkastarar með meiru Á meistaramóti UMSK í frjálsum íþróttum árið 1966 urðu úrslit í spjótkasti karla þessi: Hilmar Björnsson: 40,72 m. Sigurður Geirdal: 36,95 m. Ármann J. Lárusson: 35,45 m. Bertram Möller 34,00 m. Þessir keppendur urðu þekktir fyrir ýmislegt annað en að kasta spjóti, Hilmar var íþróttakennari og handknattleiksþjálfari, Sigurður spretthlaupari og bæjarstjóri í Kópavogi, Ármann glímukóngur, briddsspilari og lögreglumaður, Bertram var einnig lögreglumaður og formaður Breiðabliks 1966–1967, þar að auki var hann landsþekktur dægurlagasöngvari, ævinlega kallaður Berti Möller. Einn gestur tók þátt í spjótkastskeppninni: Arndís Björnsdóttir, afrekskona í þeirri grein.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==