290 Frjálsar íþróttir á Álftanesi Þá var öldin önnur, er Sveinbjörn stökk á stöng, þá var ei til Bessastaða leiðin löng. Þórarinn Eldjárn. Framar í bókinni er greint frá frjálsíþróttastarfi á fyrri tíð á Álftanesi þegar fámenni og aðstöðuleysi setti mark sitt á allt íþróttalíf þar. Síðan tóku við nýir tímar, íbúum fjölgaði og íþróttamannvirki risu, íþróttahús kom til sögunnar árið 1989 við Breiðumýri og nafn ungmennafélagsins breyttist í Ungmennafélag Álftaness (UMFÁ) árið 2004. Frjálsar íþróttir hafa fest sig í sessi á Álftanesi, reglubundnar æfingar eru á vegum ungmennafélagsins í íþróttamiðstöðinni við Breiðumýri. Einnig hefur UMFÁ starfrækt Íþróttaskóla barnanna en þar geta börn á leikskólaaldri stundað alhliða hreyfinám undir handleiðslu íþróttafræðinga; skokkhópur fyrir fullorðna var formlega stofnaður á Álftanesi árið 2010. Héraðsmót UMSK Héraðsmót UMSK í frjálsum íþróttum voru lengi einn af hápunktum sumarstarfsins, fram eftir öldinni fóru þau fram við frumstæðar aðstæður, um miðbik aldarinnar oft á Tungubökkum í Mosfellssveit. Fram til ársins 1975 var enginn ásættanlegur frjálsíþróttavöllur á félagssvæði UMSK, þess vegna var róið á önnur mið. Sumarið 1970 fór héraðsmótið fram á Ármannsvelli sem stóð við Miðtún í Reykjavík. Sá öflugi félagsmálamaður Pálmi Gíslason var mótsstjóri og þarna setti Karl Stefánsson UMSKmet í þrístökki þegar hann stökk 14,25 metra. Má með sanni segja að í þrístökki hafi enginn innan sambandsins komist með tærnar þar sem Karl hafði hælana og auk þess að vera afreksmaður í þrístökki var hann farsæll þjálfari hjá Breiðabliki og UMSK. Gestur Guðmundsson var formaður Breiðabliks um þetta leyti og gaf hann bikar sem skyldi keppt um á héraðsmótum, sá sem fékk flest stig í þremur greinum hlaut bikarinn.187 Meðal þeirra sem unnu bikarinn á 8. áratugnum voru Trausti Sveinbjörnsson, Hafdís Ingimarsdóttir og Karl West Frederiksen sem hlaut hann árið 1975 þegar héraðsmótið fór fram á nýjum Kópavogsvelli en þá hafði mótið fallið niður í tvö ár vegna hrópandi aðstöðuleysis á sambandssvæðinu. Á því móti vakti Jón Þ. Sverrisson, spretthlaupari úr Aftureldingu, mikla athygli, hann sigraði í einni grein og hreppti silfur í annarri. Árið 1976 var hann kjörinn íþróttamaður ársÍ tilefni af aldarafmæli UMSK haustið 2022 var haldið svonefnt forsetahlaup á Álftanesi. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var meðal þátttakenda.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==