29 1974 Ólafur Oddsson kjörinn formaður UMSK. UMSK heldur sex dansleiki í fjáröflunarskyni í Félagsgarði í Kjós. Meðal eigna UMSK eru skeiðklukkur, skrifborð, skrifborðsstóll og rafmagnsritvél. 11. desember var knattspyrnudeild Aftureldingar stofnuð, Hafsteinn Pálsson var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. 29. mars fékk Seltjarnarneshreppur kaupstaðarréttindi og nafn sveitarfélagsins breyttist í Seltjarnarnesbær. Siglingaklúbburinn Vogur í Garðabæ stofnaður, Steindór Guðjónsson var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. 24. september var blakdeild HK stofnuð. Karl West úr Breiðabliki stekkur 2,01 metra í hástökki með fosburystíl á Vormóti ÍR. Þetta var annar besti árangur Íslendings frá upphafi, aðeins Jón Þ. Ólafsson hafði stokkið hærra. UMFÍ gefur út vasasöngbók með myndskreytingu og nótum. 1975 UMSK kaupir stórt samkomutjald, um 160 fermetra að stærð. Það var notað á landsmótum UMFÍ og einnig leigt út. Páll Aðalsteinsson úr Aftureldingu kjörinn formaður UMSK. 7. júní var nýr íþróttavöllur vígður í Kópavogi og hlaut nafnið Kópavogsvöllur. UMSK vinnur frækilegan sigur á 15. landsmóti UMFÍ á Akranesi 11.–13. júlí. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar stofnuð. Bjarki Bjarnason var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. Íþróttahúsið Ásgarður í Garðahreppi fullbúið til notkunar. 1976 Á nýársdag fékk Garðahreppur kaupstaðarréttindi og nefndist eftir það Garðabær. Íþróttafélag Kópavogs (ÍK) stofnað og gengur í UMSK, Grétar Norðfjörð var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Það hætti starfsemi sinni árið 1992 en var síðar endurvakið. 1977 4. desember var nýtt og glæsilegt íþróttahús vígt að Varmá í Mosfellshreppi, fyrsta íþróttahúsið í sveitarfélaginu. 1978 16. landsmót UMFÍ haldið á Selfossi 21.–23. júlí, UMSK lenti í 2. sæti í heildarstigakeppninni, á eftir HSK. Sumarhús UMSK flutt á land UMFÍ í Þrastaskógi. UMSK vinnur frækilegan sigur á 15. landsmóti UMFÍ á Akranesi 11.–13. júlí 1975. 16. landsmót UMFÍ haldið á Selfossi 21.–23. júlí 1978.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==