Aldarsaga UMSK 1922-2022

289 í fíberinn. Ég bætti mig aðeins á fíber – en ekki Valbjörn. Var notast við stökkdýnur á þeim árum? Nei, nei, ekki í fyrstu, maður lent bara í sandgryfju. En eftir að fíberstangirnar komu til sögunnar lenti maður á bakinu og þá varð maður að hafa dýnur. Kepptir þú á mörgum landsmótum? Já, ég keppti á öllum landsmótum frá 1955–1971, aðallega í stangarstökki og var oftast í þriðja sæti, ég var eiginlega áskrifandi að því sæti. En svo braut ég stöngina á landsmótinu á Sauðárkróki árið 1971 – það varð endirinn á mínum keppnisferli. UMSK og landsmótin Á árum áður var tengingin milli Breiðabliks og UMSK sterkari en nú á dögum og þar bar landsmótin hæst, segir Magnús. Það var mjög virkt starf í UMSK lengi vel, haldin voru héraðsmót og landsmótin voru svo hátindurinn, oftast þriðja hvert ár. Undirbúningur fyrir næsta landsmót hófst strax þegar því síðasta var lokið. UMSK var í toppbaráttunni í mörg skipti og sigraði eftirminnilega á landsmótinu á Akranesi árið 1975. Stjórnaðir þú ekki á frjálsíþróttakeppninni á landsmótunum? Jú, á mörgum landsmótum, meðal annars í Mosfellsbæ árið 1990 sem var fyrsta landsmótið sem var haldið á félagssvæði UMSK. Frjálsíþróttaaðstaðan var mjög góð í Mosfellsbænum og mikið líf í heimamönnum þar sem Hlynur Chadwick Guðmundsson dró vagninn. Margir sóttu í Mosfellsbæinn vegna aðstöðunnar, jafnvel Reykjavíkurfélögin og FRÍ. Á Varmárvelli var gott gerviefni á hlaupabrautum og besta aðstaðan hérlendis þar til gerviefni kom á Laugardalsvöllinn árið 1994. UMSK og félögin Magnús segir að langt fram eftir öldinni hafi verið mikil samstaða meðal félaganna innan UMSK en smám saman hafi fjarað undan henni. Til dæmis fór Breiðablik að senda lið undir eigin merkjum í bikarkeppni FRÍ. Ég held að Kópavogsbær hafi viljað hafa Breiðablik meira áberandi og að það myndi ekki týnast undir merkjum UMSK. Enn eru héraðsmót UMSK í sundi fyrir hendi en ekki i frjálsum íþróttum, þau dagaði uppi fyrir 1990. Er þetta einhver þróun sem er að eiga sér stað? Já, mér sýnist það, sama er að gerast á félagssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins, nú sér maður að Selfossnafninu er oft teflt fram og þá talað um HSK – Selfoss. Almennt er þróunin að færast yfir á einstök félög, til dæmis í bikarkeppnum, þetta á bæði við um Aftureldingu, HK og Breiðablik. Ég er ekki hrifinn af þessari þróun, mér finnst UMSK halda sér of mikið til hlés, þetta eru regnhlífasamtök og það má hampa aðildarfélögunum, þótt þau séu ekki að keppa undir merkjum UMSK, en mér finnst það ævinlega kostur þegar UMSK er haldið á lofti, segir Magnús Jakobsson að lokum.186 Magnús ásamt nokkrum félögum sínum úr frjálsíþróttadeild Breiðabliks. Talið frá vinstri: Karl West Frederiksen, Karl Stefánsson, Erlingur Jónsson, Magnús Jakobsson og Trausti Sveinbjörnsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==