Aldarsaga UMSK 1922-2022

288 Fór fyrst á landsmót árið 1955 Magnús Jakobsson í viðtali Boðhlaup – en ekkert kefli Magnús Jakobsson á sér áratuga sögu innan íþróttahreyfingarinnar sem keppandi og stjórnandi, fyrst í Borgarfirði og síðan innan Breiðabliks, UMSK, UMFÍ og Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ). Ég er fæddur árið 1939 og er frá Hömrum í Reykholtsdal, sagði hann í viðtali árið 2018. Ætli íþróttaáhuginn sé ekki meðfæddur, pabbi var frjálsíþróttamaður og mikill áhugi var á frjálsum íþróttum og sundi á mínum bernskuslóðum, það tengdist mikið skólanum og sundlauginni í Reykholti. En hvenær byrjaðir þú að keppa í frjálsum íþróttum? Ég keppti fyrst 12 ára gamall á drengjamóti UMSB á Hvítárvöllum. Síðar keppti ég á héraðsmótum í Borgarfirði og 18 ára varð ég formaður í Ungmennafélagi Reykdæla. Ég keppti fyrst á landsmóti UMFÍ á Akureyri árið 1955, var þar í boðhlaupssveit fyrir Borgfirðinga en fékk aldrei boðhlaupskeflið því keppandinn á undan mér missti það. Þannig fór um sjóferð þá! Vildi vera í ungmennafélagi Íþróttaáhugi minn var óstöðvandi, segir Magnús, ég fór í Héraðsskólann í Reykholti og veturinn 1955–1956 var ég í íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni. Fluttirðu síðan suður? Já, ég flutti suður eins og það var kallað, um svipað leyti og skólabræður mínir, þeir Sigurður Geirdal og Pálmi Gíslason. Við gengum allir til liðs við Breiðablik, við vildum vera í ungmennafélagi og það var ekki um önnur ungmennafélög að ræða hér í þéttbýlinu. Ungmennafélag Reykjavíkur var reyndar til en þar voru ekki æfðar frjálsar íþróttir. Innan Breiðabliks starfaði ég mikið með Gesti Guðmundssyni og Ingólfi Ingólfssyni sem voru miklir félagsmálamenn. Ég, Ingólfur, Sigurður Geirdal og Þórður Guðmundsson æfðum mikið saman og Pálmi stundaði líka frjálsar íþróttir en fór síðan meira út í félagsstörfin og var kosinn félagsmálamaður ársins 1971 innan UMSK. Félagsstörfin voru samofin æfingunum og ég varð formaður frjálsíþróttadeildar Breiðabliks árið 1966, þá var undirbúningur hafinn fyrir landsmótið á Eiðum árið 1968, þangað fórum við með stóran hóp og kepptum í öllum íþróttagreinum. Í stjórn FRÍ Einhvern tímann var það orðað við mig að ég tæki við formennsku í UMSK, heldur Magnús áfram, en það höfðaði ekki til mín, ég var fyrst og fremst maður frjálsíþróttanna, þær fylgdu mér frá bernskuslóðum mínum í Borgarfirði. Á árunum 1968–1986 sat ég í stjórn FRÍ og var kosinn formaður þar árið 1989 og gegndi formennskunni í fimm ár. Þá minnkaði starf mitt fyrir Breiðablik því starfsemi FRÍ náði yfir allt landið og það gekk ekki að ég væri einnig að starfa fyrir mitt félag. Ég var þó í ágætum samskiptum við UMSKfólkið, til dæmis Sigurð Skarphéðinsson sem var bæði formaður og framkvæmdastjóri UMSK. Ég var viðloðandi FRÍ til 1994, lengst af var Örn Eiðsson formaður en ég var formaður síðustu fimm árin. Á tímabili var ég einráður með val í landsliðið, það var upp úr 1970, og síðan var ég formaður nefndar sem valdi landsliðið. Svifið á stönginni Magnús keppti í ýmsum greinum fyrir félag sitt í Reykholtsdal en einbeitti sér síðan að stangarstökki og stökk hæst 3,50 metra á sínum ferli. Ég stökk fyrst á stálstöng, segir hann, en á fyrri hluta 7. áratugarins komu fíberstangirnar til sögunnar. Það var algjör bylting og gaman að svífa í loftinu, sérstaklega ef maður flaug yfir rána! Ég og Valbjörn Þorláksson vinur minn, sá mikli afreksmaður, lentum hálfvegis á milli stanganna, við lærðum að stökkva á stálstöng og færðum okkur svo yfir Magnús Jakobsson hóf ungur að keppa í frjálsum íþróttum og starfaði síðan lengi innan íþróttahreyfingarinnar. Á þjóðhátíðardaginn árið 2022 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Ljósmynd: Fríður Magnúsdóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==