Aldarsaga UMSK 1922-2022

283 íþróttum þegar hann tók þátt í landskeppni við Norðmenn árið 1948. Sú keppni fór fram á Melavellinum í Reykjavík og þar stökk Halldór 6,76 m í langstökki við aðstæður sem voru gjörólíkar þeim sem nú tíðkast. Margt afreksfólk Síðustu áratugina hefur fjöldi afreksmanna og -kvenna í frjálsíþróttum komið fram innan Aftureldingar, þau hafa unnið fjölmarga titla og verðlaun og hluti þeirra hefur keppt í landsliðinu fyrir hönd Íslands. Þegar Hlynur er beðinn um að setja saman lista yfir þetta afreksfólk segir hann: Þetta er orðinn ansi stór hópur en látum okkur sjá, hér koma nokkur nöfn: Arna Rut Arnarsdóttir, fjölþrautakona og kastari. Árný Björg Ísberg, fjölþrautakona. Brynja Finnsdóttir, fjölþrautakona og landsliðskona. Dóróthea Jóhannsdóttir, spretthlaupari og landsliðskona. Elín Ösp Vilhjálmsdóttir, spjótkastari og kúluvarpari. Erna Sóley Gunnarsdóttir, kastari og landsliðskona. Eygerður Inga Hafþórsdóttir, langhlaupari og landsliðskona. Eyþór Árnason, millivegalengdarhlaupari. Fannar Már Einarsson, spretthlaupari. Friðrik Theodórsson, spjótkastari. Fríða Rún Þórðardóttir, millivegalengdar-, langhlaupari og landsliðskona. Guðlaug Bergmann, spretthlaupari. Guðmundur Daði Kristjánsson, spretthlaupari, langstökkvari og landsliðsmaður. Guðmundur Ágúst Thoroddsen, spretthlaupari og landsliðsmaður. Guðni Valur Guðnason, kringlukastari, kúluvarpari og landsliðsmaður. Gunnar Eyjólfsson, fjölþrautamaður. Halldór Lárusson, fjölþrautamaður og landsliðsmaður. Ingi Þór Hauksson, spretthlaupari. Kristján Hagalín Guðjónsson, spretthlaupari. Rafn Árnason, spretthlaupari, stökkvari og landsliðsmaður. Sigurður Örn Ragnarsson, millivegalengdarhlaupari. Svava Lind Jóhannsdóttir, spretthlaupari. Tinna Elín Knútsdóttir, þrístökkvari og hlaupari. Valgerður Sævarsdóttir, stökkvari og kastari. Yrja Dögg Kristjánsdóttir, stökkvari og spretthlaupari. Samskipti við UMSK Talið berst að samskiptum Hlyns og Aftureldingar við UMSK, hver hafa þau verið? Ég hef í gegnum tíðina sinnt trúnaðarstörfum fyrir UMSK, segir Hlynur, og þar hef ég kynnst mörgu fólki sem hefur svipaða ástríðu fyrir frjálsíþróttum og ég, það er eitthvað sem ég bý ævinlega að. Ég átti líka frábær samskipti við UMSK í mörg ár vegna íþróttamóta á Varmárvelli sem gengu undir nafninu Goggi galvaski. Frjálsíþróttadeildir Aftureldingar og Breiðabliks unnu líka mikið saman þegar velja þurfti fulltrúa UMSK á mót og þar átti ég gott samstarf við Magnús Jakobsson, formann frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. Ég hef einnig oft leitað til framkvæmdastjóra sambandsins sem hefur ævinlega verið reiðubúinn að aðstoða okkur og gefa okkur góð ráð, segir Hlynur að lokum.171 Halldór Lárusson var feikilega fjölhæfur frjálsíþróttamaður og landsliðsmaður um skeið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==