Aldarsaga UMSK 1922-2022

281 Árið 2018 stóðu frjálsar íþróttir með miklum blóma innan Breiðabliks eins og vel kemur fram í ársskýrslu UMSK: „Á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var á Laugardalsvelli var Breiðablik með flesta titla, samtals 18 gull, 7 silfur- og 4 bronsverðlaun. Á mótinu varð Ingi Rúnar Kristinsson Íslandsmeistari í tugþraut þriðja árið í röð. Irma Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari U23 í fjölþraut, sigraði hún keppnina með yfirburðum og nældi hún í 5403 stig. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks stóð einnig fyrir Hjartadagshlaupinu eins og undanfarin ár.“168 Innan Breiðabliks hefur einnig verið starfræktur hlaupahópur sem stundar utanvegahlaup af kappi. Árið 2019 keppti fjölmennur hlaupahópur úr Breiðabliki í Hamingjuhlaupinu á Hólmavík og í þolhlaupinu Vesturgötunni sem fór fram á Þingeyri.169 Árið 2020 markaði COVID-faraldurinn sín spor á starfið líkt og alls staðar í samfélaginu: „Það sem kom verst niður á starfi deildarinnar var þegar allur meistaraflokkur, utan 6 keppenda, var í sóttkví þegar aðalhluti Meistaramóts Íslands fór fram og Breiðablik tefldi einungis fram litlum hluta liðsins.“170 Afturelding og frjálsar íþróttir Í fyrri hluta bókarinnar er greint frá miklu blómaskeiði frjálsra íþrótta innan Aftureldingar um miðbik síðustu aldar. Síðan fjaraði það skeið út, félagið missti aðstöðuna á Tungubökkum og Varmárvöllur stóð engan veginn undir væntingum sem íþróttavöllur. Sumarið 1967 var héraðsmót UMSK í frjálsum íþróttum haldið að Varmá, Sigurður Skarphéðinsson stýrði mótinu en hann var ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins á því ári, fyrstur manna. Á mótið mætti íþróttafólk frá Dreng og Breiðabliki en enginn frá Aftureldingu og Varmárvöllur fékk ekki háa einkunn í ársskýrslu sambandsins: „Þess skal Ólympíufarinn Kári Steinn Stórhlauparinn Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki er fæddur árið 1986 og fyrsta hlaupið sem hann tók þátt í var þriggja kílómetra Reykjalundarhlaup í Mosfellsbæ árið 1993. Hann hóf að æfa hlaup 15 ára gamall og varð margfaldur Íslandsmeistari og methafi í lengri hlaupum. Árið 2011 sló Kári Steinn áratugagamalt Íslandsmet í maraþonhlaupi og tryggði sér farmiða á Ólympíuleikana í London árið 2012.167 Hann var fyrsti Íslendingurinn sem keppti á Ólympíuleikum í þeirri grein og UMSK styrkti hann um 500 þúsund krónur til fararinnar. Í hlaupinu lenti hann í 42. sæti af 100 hlaupurum, þrátt fyrir að hafa hlaupið með stein í skónum hluta af leiðinni. Kári Steinn Karlsson var átta sinnum í röð (2006–2013) kjörinn frjálsíþróttamaður UMSK. Þessi mynd var tekin árið 2007 þegar Ester Jónsdóttir heiðraði Kára Stein fyrir hönd UMSK. Á Varmárvelli árið 2004 þegar frjálsíþróttadeild Aftureldingar fékk viðurkenningu sem fyrirmyndardeild ÍSÍ. Hér má sjá nokkra liðsmenn deildarinnar, talið frá vinstri: Yrja Dögg Kristjánsdóttir, Svava Lind Jóhannsdóttir, Guðmundur Daði Kristjánsson, Halldór Lárusson, Friðrik Theodórsson, Friðrik Þorsteinsson, Brynja Finnsdóttir og Hlynur Chadwick Guðmundsson þjálfari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==