Aldarsaga UMSK 1922-2022

280 Sigurbjörg Ólafsdóttir, spretthlaupari og langstökkvari, hlaut frjálsíþróttabikar UMSK árið 2002 og 2004. Björn Margeirsson var öflugur hlaupari í millivegalengdum og setti UMSK-met í 1000 m og 1500 m hlaupum, hvort tveggja árið 2003. Magnús Aron Hallgrímsson setti UMSK-met í kringlukasti árið 2003, kastaði 62,34 m. Birna Kristín Kristjánsdóttir setti UMSK-met í langstökki árið 2009 þegar hún stökk 6,12 m, aðeins 17 ára gömul. Það er sjötti besti árangur íslenskra kvenna í þessari grein frá upphafi.162 Stefanía Valdimarsdóttir setti UMSK-met í 400 m grindahlaupi árið 2013.163 Kristín Karlsdóttir á UMSK-metið í kringlukasti, hún kastaði 36,18 m árið 2013.164 Sindri Hrafn Guðmundsson fjölgreinamaður hefur hlotið frjálsíþróttabikar UMSK þrisvar sinnum, 2014, 2015 og 2017. Hann setti UMSK-met í spjótkasti árið 2018, kastaði 80,91 m. Irma Gunnarsdóttir er fjölhæf frjálsíþróttakona sem keppti fyrir Breiðablik á árunum 2009– 2021. Hún á UMSK-met í spjótkasti, kastaði 44,17 m árið 2015 og einnig á hún UMSKmet í sjöþraut, sett árið 2018.165 Árið 2021 setti Irma UMSK-met í þrístökki á meistaramóti FRÍ, stökk 12,89 m sem er fjórði besti árangur íslenskra kvenna frá upphafi.166 Margir þjálfarar hafa sinnt frjálsíþróttaþjálfun hjá Breiðabliki síðustu áratugina, til dæmis Stefán Þ. Stefánsson, Guðmundur Sigurðsson og Egill Eiðsson sem hlaut frjálsíþróttabikar UMSK árið 1996 en hann þjálfaði Breiðabliksliðið fyrir landsmót UMFÍ á Laugarvatni árið 1994. Nokkrir ólympíufarar kepptu tímabundið með Breiðabliki, Pétur Guðmundsson kúluvarpari, Guðrún Arnardóttir spretthlaupari, Vala Flosadóttir stangarstökkvari og Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður. Pétur keppti lengst af fyrir HSK og KR og er Íslandsmethafi í kúluvarpi, kastaði 21,26 m árið 1990 og var þá í HSK. Hann keppti á tvennum Ólympíuleikum, í Seoul í Suður-Kóreu árið 1988 og í Barselóna á Spáni árið 1992 og lenti í 14. sæti í bæði skiptin. Árið 1987 var hann í Breiðabliki og kastaði þá 19,31 m sem er enn UMSK-met. Jón Arnar Magnússon er einn mesti afreksmaður frjálsra íþrótta á Íslandi, fyrr og síðar. Hann er fæddur árið 1979, keppti fyrst með HSK á sínum bernskuslóðum, gekk síðan til liðs við Skagfirðinga og keppti fyrir UMSS í sjö ár, á því tímaskeiði keppti hann í tugþraut á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 og lenti þar í 12. sæti á nýju Íslandsmeti, fékk 8.274 stig. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins tvö ár í röð, 1995 og 1996. Á árunum 2001–2004 keppti Jón Arnar fyrir Breiðablik og setti þá mörg UMSK-met sem enn standa, þau eru: 100 m hlaup: 10,79 sek. árið 2003. 200 m hlaup: 21,71 sek. árið 2003. 110 m grindahlaup: 14,29 sek. árið 2002. Langstökk: 7,85 m árið 2003. Hástökk: 2,04 m árið 2002. Stangarstökk: 4,90 m árið 2002. Tugþraut: 8390 stig árið 2002. Jón Arnar hlaut frjálsíþróttabikar UMSK árið 2001 og 2003, hann er Íslandsmethafi í 110 m grindahlaupi (13,91 sek.), langstökki (8,00 m) og tugþraut (8583 stig). Guðrún Arnardóttir og Jón Arnar Magnússon voru kjörin frjálsíþróttakona og frjálsíþróttakarl ársins 1997 af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==