Aldarsaga UMSK 1922-2022

28 4. mars var Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi stofnað, félagið gekk í UMSK árið 1973. 25. apríl var Íþróttafélagið Gerpla í Kópavogi stofnað og gekk sama ár í UMSK. 14. landsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki, 10.–11. júlí. UMSK lenti í 2. sæti í heildarstigakeppninni en HSK sigraði í 8. skiptið í röð. UMSK sigrar í bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum, í fyrsta skipti. Skipulagðar æfingar í kvennaknattspyrnu hefjast hjá Breiðabliki. Knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og frjálsíþróttadeild Stjörnunnar stofnaðar. Guðmundur Þórðarson, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, kjörinn íþróttamaður ársins innan UMSK. Samþykkt á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands að knattspyrna kvenna yrði viðurkennd sem keppnisgrein innan KSÍ. Hafdís Ingimarsdóttir, frjálsíþróttakona úr Breiðabliki, kjörin íþróttamaður ársins hjá UMSK. Guðmundur Guðmundsson frá Vorsabæjarhjáleigu í Flóa verður framkvæmdastjóri UMSK. Pálmi Gíslason kosinn félagsmálamaður ársins hjá UMSK. 1972 9. júní tóku lög um getraunir gildi á Íslandi. UMSK-mót í borðtennis og badminton haldin. UMSK fagnar hálfrar aldar afmæli sínu. Í sambandinu voru þá níu félög, 2035 félagsmenn og 2206 iðkendur. 14. desember var skíðadeild Breiðabliks stofnuð. Guðmundur Antonsson var kjörinn fyrsti formaður hennar. Guðmundur Gíslason frá NeðraHálsi í Kjós ráðinn framkvæmdastjóri UMSK, hann hafði þá gegnt formennsku í Ungmennafélaginu Dreng. 1973 Bláfjallafólkvangur friðlýstur, um 100 ferkílómetra landsvæði, hluti fólkvangsins var gerður að skíðasvæði. Sjö félagsmálanámskeið haldin á vegum UMSK og vinnuskóli UMFÍ og UMSK starfræktur í Þrastaskógi. Þá um sumarið tók UMSK veitingaskálann Þrastalund á leigu. UMSK gefur út tvö fréttablöð í dagblaðsformi. Reynt var að koma blaðaútgáfunni í fastar skorður en það tókst ekki. Handknattleiksdeild Aftureldingar stofnuð, fyrsta deildin innan félagsins. Ingólfur Árnason var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. 27. janúar var Lyftingasamband Íslands stofnað. 14. landsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki, 10.–11. júlí 1971.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==