Aldarsaga UMSK 1922-2022

278 stökkgryfja og hægt að þreyta spretthlaup á gerviefni. Frjálsíþróttafólk úr Stjörnunni æfði með Breiðabliki á 8. áratugnum, meðal annarra Alda Helgadóttir, Erlingur Þorsteinsson, Kristín Björnsdóttir og Ragnhildur Pálsdóttir, einnig Bjarki Bjarnason og fleiri úr Ungmennafélaginu Aftureldingu. Á 7. og 8. áratugnum komu margir að þjálfun frjálsra íþrótta á vettvangi Breiðabliks og UMSK, til dæmis Karl Stefánsson, Þórður Guðmundsson, Þórarinn Ragnarsson, Jóhannes Sæmundsson, Ólafur Unnsteinsson,­ Michail Brobrov frá Sovétríkjunum og Ingimar Jónsson sem kenndi einnig á leiðbeinendanámskeiði í frjálsum íþróttum í Kópavogi á vegum UMSK. Þá hafði hann nýlokið doktorsprófi í íþróttum frá háskólanum í Leipzig í Austur-Þýskalandi en doktorsritgerð Ingimars fjallar um íslenska íþróttasögu á fyrri hluta 20. aldar og kom út á þýsku árið 1968.153 Sem þjálfari hjá UMSK stuðlaði Ingimar meðal annars að því að efnt var til fleiri víðavangshlaupa á sambandssvæðinu og komu þá til dæmis Kópavogshlaup, Bessastaðahlaup og Álafosshlaup til sögunnar.154 Þrátt fyrir fyrrnefnt aðstöðuleysi varð UMSK stórveldi í frjálsum íþróttum kringum 1970 þar sem Breiðabliksfólk myndaði hryggjarstykkið í liðsheildinni. Frjálsíþróttalið UMSK var tvímælalaust eitt það sterkasta á landinu með mikla breidd, bæði í karla- og kvennaflokki. Sem dæmi má nefna að á meistaramóti Íslands árið 1972, sem haldið var í Vestmannaeyjum, sigruðu stúlkur úr UMSK í fimm af 11 keppnisgreinum.155 Keppnisliðið hafði í fullu tré við Reykjavíkurfélögin og sterkustu héraðssamböndin, á meistaramóti Íslands árið 1970 hrepptu liðsmenn UMSK flest verðlaunin. Trausti Sveinbjörnsson varð Íslandsmeistari í 400 metra grindahlaupi á 55,75 sek. ann hóf feril sinn með FH, en þá var dauft yfir frjálsum íþróttum í Hafnarfirði svo hann gekk í raðir Breiðabliksmanna. Á þessu meistaramóti sigraði Kristín Björnsdóttir í fimmtarþraut og 100 metra grindahlaupi, Hafdís Ingimarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 metra grindahlaupi, Arndís Björnsdóttir sigraði í spjótkasti, Karl Stefánsson í þrístökki og boðhlaupssveit kvenna vann 4 x 100 metra hlaupið, hljóp á 52,2 sek. og setti Í Baldurshaga undir stúkunni á Laugardalsvellinum var hægt að hlaupa 50 m hlaup á gerviefni, stökkva langstökk og þrístökk í sandgryfju og æfa hástökk. Frjálsíþróttalið UMSK æfði þarna um skeið. Hér stekkur Hafdís Ingimarsdóttir, en sumarið 1971 setti hún glæsilegt Íslandsmet í langstökki utanhúss, stökk 5,54 metra. Karl Stefánsson (f. 1944) hóf frjálsíþróttaferil sinn með Ungmennafélaginu Hróari í Hróarstungu, gekk síðar í HSK og loks í raðir Breiðabliksmanna. Aðalgrein hans var þrístökk, árið 1971 stökk Karl 15,16 metra í þrístökki og var annar Íslendingurinn sem stökk yfir 15 metra, aðeins Vilhjálmur Einarsson hafði þá stokkið lengra. Árangur Karls er enn fimmti besti árangur Íslendings í þrístökki utanhúss frá upphafi. Á árunum 1964–1972 var hann sjö sinnum Íslandsmeistari í þrístökki, þar af fjórum sinnum undir merkjum UMSK. Karl var einnig farsæll frjálsíþróttaþjálfari hjá Breiðabliki og UMSK. Þessi mynd var tekin á landsmótinu á Eiðum árið 1968 þar sem Karl sigraði í þrístökki og vann besta frjálsíþróttaafrek mótsins í karlaflokki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==