277 en annarri, til dæmis mismunandi æfinga- og keppnisaðstaða og áhugi úr grasrótinni. Iðkun frjálsra íþrótta hefur þróast þannig að um og eftir aldamótin 2000 var ljóst að þrjú UMSK-félög skáru sig úr hvað varðaði iðkun þeirra: Breiðablik, Afturelding og Ungmennafélag Bessastaðahrepps (Ungmennafélag Álftaness frá árinu 2004). Önnur fjölgreinafélög: Stjarnan, Grótta og HK höfðu þá frekar snúið sér að knattíþróttum. Breiðablik blómstrar Ekkert hik hjá Breiðablik, blátt er strik og létt um vik. Þrotlaust skopp mun þjálfa kropp því næst hopp á sigurtopp. Þessa stöku orti Grímur Norðdahl, sem var fyrsti formaður Breiðabliks, árið 1950. Strax frá stofnun skipuðu frjálsar íþróttir veglegan sess í starfi félagsins. Átta Breiðabliksmenn mættu á héraðsmót UMSK í frjálsum íþróttum sem haldið var á Hvalfjarðareyri í Kjósarhreppi sumarið 1951, ári síðar var héraðsmótið haldið á Tungubökkum í Mosfellssveit og þar eignaðist félagið sína fyrstu UMSK-meistara sem voru Ingvi Guðmundsson í kúluvarpi og Þorsteinn Steingrímsson í stangarstökki.149 Frjálsíþróttadeild Breiðabliks var stofnuð árið 1957, ári síðar hófust þar skipulagðar æfingar, bæði fyrir drengi og stúlkur. Hörður Ingólfsson íþróttakennari annaðist æfingarnar en hann hafði verið afreksmaður í frjálsum íþróttum og keppti þá fyrir Aftureldingu. Breiðablik náði fljótlega undirtökunum í frjálsum íþróttum innan UMSK og sigraði á héraðsmótinu árið 1959, þar setti Þorsteinn Alfreðsson héraðsmet í kringlukasti, kastaði 45,61 m. Sama ár varð Kristín Harðardóttir úr Breiðabliki Íslandsmeistari í langstökki, stökk 4,60 m.150 Breiðabliksmenn komu með ferska vinda inn á vettvang UMSK líkt og fram kemur hjá Jóni M. Guðmundssyni á Reykjum í Mosfellssveit sem skrifaði í afmælisrit Breiðabliks árið 1970: „Frá upphafi var U.M.S.K. mikill styrkur að tilkomu Breiðabliks, enda þótt fulltrúar þeirra væru yfirleitt ungir menn, og félagsleg reynsla ef til vill minni en þeirra, er skipuðu sér í forystusveit eldri félaganna [Drengs og Aftureldingar]. Þeirra hlutur var þó metinn meir en þeir sjálfir almennt gerðu sér grein fyrir. … Þróun seinni ára hefir sýnt og sannað, að tilkoma Breiðabliks í samtökin var mikil lyftistöng fyrir þau og nú er það stærsta ungmennafélag landsins. Íþróttalega hefir hlutur Breiðabliksmanna farið jafnt og þétt vaxandi og nú má telja, að þeir séu aðal burðarásinn í sambandinu.“152 Á 7. áratugnum byggðist upp öflugt frjálsíþróttalið innan Breiðabliks sem gerði sig gildandi á landsmótinu á Laugarvatni árið 1965 og bar höfuð og herðar yfir önnur félög sambandsins á sviði frjálsra íþrótta. Magnús Jakobsson var formaður deildarinnar á árunum 1967– 1970, Sigurður Geirdal 1970–1971 og þá tók Hafsteinn Jóhannesson við formennskunni. Á landsmóti UMFÍ á Eiðum árið 1968 voru Breiðabliksmenn kjölfestan í frjálsíþróttaliði UMSK og sigruðu í sjö greinum. Kristín Jónsdóttir og Þórður Guðmundsson urðu stigahæstu keppendurnir á mótinu og Ína Þorsteinsdóttir og Karl Stefánsson unnu bestu afrekin, Ína í hástökki og Karl í þrístökki. Árið 1969 var Ólafur Unnsteinsson frjálsíþróttaþjálfari Breiðabliks og UMSK en síðan tók Karl Stefánsson við sem aðalþjálfari og var það næstu árin. Einn liður í starfi Breiðabliks á 7. áratugnum var svokölluð Bandalagakeppni þar sem nokkur héraðssambönd og íþróttabandalög leiddu saman hesta sína í frjálsum íþróttum. Þetta voru UMSK, Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA), Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) og stundum einnig Íþróttabandalag Keflavíkur (ÍBK). Þessi sjálfsprottnu íþróttamót fóru ýmist fram á Ármannsvellinum í Reykjavík, á Akureyri eða Laugalandi í Eyjafirði. Þrátt fyrir góðan árangur og miklar framfarir var íþróttaaðstaðan í Kópavogi býsna bágborin fram á 8. áratuginn, bæði innan- og utandyra. Notast var við íþróttahúsið við Kópavogsskóla og völlinn í Fífuhvammi en það gerði gæfumuninn að UMSK-fólk gat einnig æft á Melavellinum í Reykjavík og í Baldurshaga sem var salur undir stúkunni á Laugardalsvellinum. Þar var Árið 1967 fékk Breiðablik nýtt félagsmerki sem Ingvi H. Magnússon teiknaði. Þórir Hallgrímsson, formaður Breiðabliks árið 1975, ritaði í tilefni af 25 ára afmæli félagsins: „Í merki félagsins er aðal uppistaðan kyndill, og á afmælisdegi félagsins hlupu íþróttamenn með logandi kyndil um bæinn. Kyndill var áður fyrr ljósgjafi, en hann var meira, hann var og er tákn gleði, hátíðar, framfara og frelsis, íþrótta- og drenglyndis. Megi Breiðablik á komandi árum halda kyndlinum hátt á lofti. Lifi Breiðablik.“151
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==