Aldarsaga UMSK 1922-2022

275 inni urðum við nr. 2, aðeins 45 stigum á eftir H.S.K. Það er því enn verkefni að vinna fyrir næsta Landsmót þó hitt sé meira um vert, samstaðan, kynni fólksins og félagslegur skilningur, ekki aðeins innan einstakra greina, heldur allra hópanna. Allir munu hafa haldið glaðir heim á leið og þessi ferð mun seint gleymast þeim er hana fóru. Glæsileg aðstaða þeirra Skagfirðinga og framkvæmd, okkar tillegg til mótsins, og að síðustu við sjálf. Fararstjórn skipuðu auk framkvæmdastjóra: Sigurður Skarphéðinsson, Pálmi Gíslason, Steinar Lúðvíksson og Páll Bjarnason.“144 Eftir mótið var haldin sýning á heimaslóðum UMSK á verðlaunagripum sem UMSK-fólk hafði unnið á mótinu: „Voru því fengnir að láni sýningargluggar hjá verzlunum í Garðahreppi, Kópavogi og Seltjarnarnesi og hjá útibúi Búnaðarbankans í Mosfellssveit og gripirnir ásamt myndum frá mótinu hafðir til sýnis þar í viku til tíu daga á hverjum stað. Vakti þetta nokkra athygli og var um leið nokkur auglýsing á starfsemi sambandsins.“145 UMSK hreppti bæði gull og silfur á Króknum, gull fyrir að vera stigahæst í frjálsum íþróttum og silfur í heildarstigakeppninni. Það voru bjartir tímar fram undan hjá UMSK. Aðaltrompið valt langar leiðir Í herbúðum UMSK ríkti einstaklega góður félagsandi á landsmótinu og tveimur áratugum síðar rifjuðu nokkrir keppendur upp landsmótsdagana á Króknum: „Liðið frá UMSK setti reyndar mjög mikinn svip á þetta mót og það vakti athygli fyrir glaðværð og samheldni. Eins og gerist hjá góðum hópum á landsmóti fylgdust keppendur með gengi hver annars og hvöttu óspart. Þau höfðu aðsetur í stóru tjaldi og Kristín Björnsdóttir segir að þar hafi alltaf verið glatt á hjalla, tekið í hljóðfæri og sungið og alltaf voru einhverjir að reka inn nefið með nýjustu fréttir af gengi félaganna í skák og starfsíþróttum, knattleikum og sundi. Hafdís Ingimarsdóttir segir að alltaf hafi verið stór hópur í brekkunni til að hvetja sitt fólk á vellinum. Karl þrístökkvari Stefánsson var aðalþjálfari frjálsíþróttahópsins og einn leiðtogi þeirra. Honum er einnig minnisstæð glaðværð og samheldni þessa hóps. Af körlunum var einna fremstur í flokki Hafsteinn Jóhannesson mikil félagsleg driffjöður auk þess að vera góður íþróttamaður. Hafsteinn fylgdist manna best með stöðunni í stigakeppninni og hvatti liðið eftir þörfum. Fjörið og glaðværðin gat jafnvel orðið varasöm. Kristín segir að einn úr hópnum hafi átt forláta Volkswagen sem iðulega var fylltur vel þegar rúntað var um bæinn og einnig var hlaðið utan á bílinn. Kristín var eitt sinn um laugardagskvöldið meðal þeirra sem héngu utan á og þótti farið heldur glannalega svo hún stökk af bílnum og valt langar leiðir. Þá fór heldur um mannskapinn ef aðaltromp hópsins væri nú að slasast þarna fyrir augunum á þeim. Það fór þó betur en á horfðist og Kristín gat haldið áfram að hala inn stigin á sunnudeginum.“142 Því er við að bæta að ári eftir landsmótið setti Kristín UMSK-met í fimmtarþraut, þar sem keppt er í 100 m grindahlaupi, langstökki, kúluvarpi, hástökki og 200 m hlaupi. Keppni í fimmtarþaut kvenna heyrir nú sögunni til, þetta met Kristínar stendur enn og er elsta UMSK-metið í kvennaflokki í frjálsum íþróttum.143 Kristín Björnsdóttir úr UMSK var stigahæsti keppandinn á mótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==