Aldarsaga UMSK 1922-2022

274 Hafsteinn notaði grúfustíl en Stefán hinn nýja fosburystíl. Glíma, knattspyrna, sund og skák Keppt var í tveimur þyngdarflokkum í glímu og sigraði glímukempan Ármann J. Lárusson í þyngri flokknum. Frá því segir í sögu UMFÍ: „Enn voru Haugsbræður tveir og Ármann J. Lárusson mættir á glímupallinn gyrtir megingjörðum. Ármann var nú orðinn 39 ára gamall og hafði ekki sést í glímukeppni í nokkur ár. Hann hafði greinilega bætt á sig nokkrum kílóum og var orðinn svifaseinni en áður en kraftana skorti ekki. Þeir réðu úrslitum því jötunninn sneri keppinauta sína niður hvern af öðrum og síðast Sigurð Steindórsson frá Haugi í úrslitaglímunni. Þetta var síðasta glímukeppni Ármanns sem áhorfendur hylltu að leikslokum. Hann var þarna að ljúka sigursælasta ferli glímumanns á Íslandi.“141 Knattspyrnulið Breiðabliks keppti fyrir hönd UMSK og tapaði fyrir Keflvíkingum í úrslitaleik 2–1. Breiðabliksliðið hafði unnið sig upp í 1. deild árið áður og var fyrsta ungmennafélagið sem komst í þá deild. Liðið hélt sæti sínu þar og komst í úrslit í bikarkeppninni á móti Víkingum. Sundlið UMSK var í æfingabúðum á Varmá í Mosfellssveit fyrir landsmótið. Varmárlaug, sem var vígð árið 1964, var 25 metra löng og því lögleg keppnislaug. Kjölfesta sundliðs UMSK var úr Breiðabliki og þjálfari þess var Steinar Lúðvíksson sem hafði keppt í sundi fyrir UÍA á landsmótinu á Akureyri árið 1955, þá 19 ára gamall. Á Sauðárkróki var Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir úr UMSK í 3. sæti í 100 metra skriðsundi á 1:26,4 mín. og María Einarsdóttir sigraði í 100 metra bringusundi á 1:30,9 mín. sem var nýtt landsmótsmet. Boðsundsveit UMSK í 4 x 50 m fjórsundi kvenna varð í 2. sæti á 2:39,9 mín. og Stefán Stefánsson vann gullverðlaun í 100 metra baksundi á 1:15,1 mín. og einnig í 800 m frjálsri aðferð á 11:08,6 mín. Skáksveit UMSK sigraði með yfirburðum, fékk 11 vinninga af 12 mögulegum. Sveitin var þannig skipuð: Jónas Þorvaldsson, Björn Sigurjónsson, Jón Pálsson, Lárus Johnsen, Harvey Georgsson og Ari Guðmundsson. Skákstigin giltu ekki í heildarstigakeppninni. Silfurlið UMSK UMSK var í öðru sæti í heildarstigakeppninni á eftir HSK sem hafði sigrað á öllum landsmótum UMFÍ frá árinu 1949 þegar mótið var haldið í Hveragerði. Í næstu ársskýrslu UMSK var að sjálfsögðu skrifað um mótið: „Keppnisgleði einkenndi þennan hóp, hvatningarhróp U.M.S.K. eru landsfræg, og þetta mót fór að því leiti ekki hljóðlaust fram. Framfarir frá síðasta móti voru greinilegar, mestar þó í sundi, þar sem við komumst ekki á blað 1968 en áttum nú 3 sigurvegara og unnum 45 stig. Í frjálsíþróttum áttum við sex sigurvegara, einum færra en 1968, en nú var breiddin miklu meiri, og sigurinn tryggur. Í starfsíþróttum eigum við margt ólært en hin góða keppnisaðstaða á þessu móti gerði starfsíþróttir meira áberandi en á fyrri mótum. Í heildar stigakeppnKnattspyrnumenn takast á, Hinrik Þórhallsson UMSK til vinstri, Sigmundur Guðmundsson UMSS til hægri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==