273 röðum Handknattleiksfélags Kópavogs (HK) sem var stofnað árið áður. Sigur í frjálsum 24 keppendur kepptu fyrir hönd sambandsins í frjálsum íþróttum og hlutu 14 þeirra verðlaun. Kristín Jónsdóttir, sem hafði verið sigursæl á Eiðum árið 1968, keppti ekki, en nýjar og öflugar frjálsíþróttakonur mættu til leiks, til dæmis Kristín Björnsdóttir, Hafdís Ingimarsdóttir og Björg Kristjánsdóttir sem lentu í 2.–4. sæti í 400 metra hlaupi. Þær skipuðu boðhlaupssveit UMSK í 4 x 100 metra hlaupi ásamt Jenseyju Sigurðardóttur og sigruðu glæsilega á nýju landsmótsmeti. Hafdís, Kristín og Björg voru í 1., 2., og 4. sæti í langstökki, Hafdís sigraði, hún var aðeins 15 ára gömul og stökk 5,23 metra sem var jöfnun á 19 ára gömlu landsmótsmeti. Síðar um sumarið setti Hafdís glæsilegt Íslandsmet í langstökki í Danmerkurferð ungmennafélaga, stökk 5,54 metra. Kristín sigraði í hástökki, stökk 1,50 metra sem var besta afrekið í frjálsum íþróttum í kvennaflokki, samkvæmt stigatöflu. Kristín notaði svonefndan fosbury-stíl sem þá var óðum að ryðja sér til rúms eftir sigur Dick Fosbury í hástökki á Ólympíuleikunum í Mexíkó árið 1968 þar sem hann stökk 2,24 metra með þessari aðferð. Alda Helgadóttir lenti í 2. sæti í kúluvarpi og Arndís Björnsdóttir sigraði í spjótkasti. Í spjótkastskeppninni kom upp ágreiningur um hvort notkun á svonefndu svifspjóti væri heimil og kast Arndísar með slíku spjóti var dæmt ógilt. UMSK sigraði í stigakeppninni í frjálsum íþróttum með miklum yfirburðum, hlaut 102 stig, munaði þar mestu um hlut kvennanna. Einar Óskarsson varð í 2. sæti í 5000 metra hlaupi á eftir Jóni H. Sigurðssyni úr HSK, Ragnar Sigurjónsson úr UMSK lenti í 3. sæti. Hlaupabrautin var erfið, grasi vaxin og mjúk undir fæti en Jón var þaulvanur að hlaupa um sínar heimaslóðir í Biskupstungunum og sigraði með yfirburðum. Karl Stefánsson sigraði glæsilega í þrístökki, stökk 14,38 metra, þrátt fyrir að vera tognaður, og vann besta afrek mótsins í karlaflokki samkvæmt stigatöflu. Hafsteinn Jóhannesson sigraði í hástökki, stökk 1,89 metra eftir æsispennandi keppni við Stefán Hallgrímsson UÍA. Hafsteinn Jóhannesson UMSK sigraði í hástökki eftir spennandi keppni við Stefán Hallgrímsson UÍA. Keppni í boðhlaupi kvenna, Hafdís Ingimarsdóttir skilar keflinu til Kristínar Björnsdóttur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==