Aldarsaga UMSK 1922-2022

272 Starfsíþróttir Áhugi á starfsíþróttum innan UMSK var að aukast um þetta leyti eftir nokkra lægð, 17 keppendur sambandsins tóku þátt í þeim og höfðu aldrei verið fleiri. Keppnisgreinar voru blómaskreyting, lagt á borð, vélsaumur, pönnukökubakstur, dráttarvélaakstur, nautgripadómar, hestadómar, sauðfjárdómar, línubeiting, jurtagreining, trjáplöntun og netabæting. Fulltrúar UMSK kepptu í öllum þessun greinum nema netabætingu og fengu samtals 19½ stig. Undirbúningur fyrir keppnina í starfsíþróttum var með ýmsum hætti, meðal annars var æfingabraut fyrir dráttarvélaakstur sett upp í Reykjahverfi í Mosfellssveit þar sem síðar reis þétt íbúabyggð. Þangað mættu meðal annarra Kjósverjarnir Halldór Gíslason og Sigurjón Karlsson sem lentu í 3. og 4. sæti á Sauðárkróki. Í jurtagreiningu keppti níu ára drengur úr Breiðabliki, Gísli Pálmason, og lenti hann í 8. sæti. Jón Ármann Héðinsson alþingismaður keppti fyrir UMSK í línubeitingu og varð í 7. sæti; hann var eini keppandinn sem kom úr Jón Ármann Héðinsson keppti í línubeitingu á landsmótinu og var eini keppandinn frá hinu nýstofnaða HK. Hér er hann í ræðustól á UMSK-þingi. Jón Ármann sat á Alþingi um skeið. Hann lést sumarið 2023. Gísli Pálmason keppti í jurtagreiningu og stóð sig með prýði. Maðurinn, stöngin og ráin. Guðmundur Jóhannesson HSH sigraði í stangarstökki. Guðmundur gekk síðar til liðs við Breiðablik og á næsta landsmóti keppti hann fyrir UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==