Aldarsaga UMSK 1922-2022

271 son, framkvæmdastjóra sambandsins, og auk þessa var skipuð sérstök landsmótsnefnd. Í henni sátu Pálmi Gíslason, Guðmundur Gíslason og Ólafur Friðriksson. Fyrir landsmótið gaf UMSK út 64 síðna auglýsingablað þar sem meðal annars var fjallað um landsmótið. Mikil eftirvænting ríkti í UMSK-hópnum þegar hann lagði af stað norður heiðar, og hljómar ferðasagan þannig í ársskýrslu sambandsins: „Á föstudagsmorgun lögðu tveir langferðabílar á norðurslóðir, skipaðir íþróttafólki U.M.S.K. og nokkrum traustum stuðningsmönnum. Nokkrir fóru á einkabílum. Formaður U.M.S.K. Sigurður Skarphéðinsson hafði þá þegar náð mjög hentugu tjaldstæði og skipulagt. Þegar hópurinn kom á leiðarenda voru keppendur flestra annara sambanda þegar komnir, urðu þar víða fagnaðarfundir. Strax var hafist handa um að tjalda. Margar hendur og vinnufúsar voru á lofti. Reis því myndarleg tjaldborg á skömmum tíma. Allur frágangur tjaldstæðisins og umhverfis það var okkur til mikils sóma svo og öll umgengni. Stóra tjaldið og matarfélagið var skynsamleg ráðstöfun, þó fleiri hafi sennilega komið í fæði en reiknað hafði verið með. Norðanmenn gættu þess vel að fyrirbyggja háreisti við tjöld keppenda og því voru allir vel útsofnir á laugardagsmorgun er Þorsteinn Einarsson vakti mótsgesti með þróttmikilli röddu. Í skrúðgöngunni lá við að helstu stuðningsmenn okkar táruðust af gleði, svo glæsilegur var hópur okkar, fallegir búningar og léttleiki í hreifingum.“140 Fimleikasýning Gerplu vakti verðskuldaða athygli, enda var stokkið yfir bifreið á vellinum. Ármann J. Lárusson var fánaberi UMSK-liðsins í hópgöngunni. Ármann sigraði í glímukeppninni á Króknum og hengdi síðan glímubeltið á snagann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==