270 framkvæmdastjóri þess. Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, setti landsmótið en hann hafði tekið við formennsku af Eiríki J. Eiríkssyni tveimur árum fyrr. Eftir setningarræðuna fór fram fánahylling og síðan lék lúðrasveit „Rís þú unga Íslands merki“. Loks var landsmótsfáninn dreginn að húni, mótið var formlega hafið. Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins, var mótsstjóri í síðasta skipti en hann hafði stýrt tíu landsmótum samfleytt, fyrst á Hvanneyri árið 1943. Kristján Eldjárn, forseti Íslands, var viðstaddur mótssetninguna, hann hafði þá setið þrjú ár á forsetastóli en gat ekki notið alls mótsins, embættisskyldan kallaði fyrir sunnan, ný ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar var í burðarliðnum og forseti lýðveldisins þurfti að skunda til Bessastaða. Tjaldað á Króknum Um 150 manns fóru á vegum UMSK á landsmótið, þar af voru keppendur um 85 talsins. Undirbúningur hafði staðið lengi yfir og allt skipulag var til fyrirmyndar, sérskipaðar starfsnefndir aðstoðuðu Guðmund GuðmundsHorft yfir keppnissvæðið á Sauðárkróki, lengst í fjarska má greina eyjarnar á Skagafirði, Drangey og Málmey. Landsmótsnefndin, talið frá vinstri: Stefán Guðmundsson, Sigurður R. Guðmundsson, Þóroddur Jóhannsson, Stefán Pedersen, Magnús Sigurjónsson, Gísli Felixson og Sigfús Ólafsson.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==