269 – Við tókum þátt í Íslandsmótinu, Reykjanesriðlinum, og erum efstir þar í fjórða flokki – sigruðum m.a. Breiðablik. – Er þetta ekki í mesta bróðerni … – Jú, jú. Í fyrstu álitu margir að við hefðum stofnað félagið til að kljúfa Breiðablik, en því fer víðs fjarri. En það er annað í þessu máli – ef við hefðum ekki stofnað HK, þá hefðu flestir drengjanna, sem nú eru í HK, gengið í Reykjavíkurfélögin, því að þau eru á höttunum eftir íþróttamannsefnum.“137 Stofnun HK var draumur ungra Kópavogsdrengja sem rættist. En líklega hefur þá ekki grunað í upphafi að litla félagið þeirra með stóra nafnið ætti eftir að verða eitt öflugasta íþróttafélag landsins. Ör vöxtur Ævintýraleg stofnun HK árið 1970 verður þeim mun sögulegri þegar litið er til þess að félagið varð á undraskömmum tíma öflugt íþróttafélag í ört vaxandi bæjarfélagi. Árið 1970 bjuggu rúmlega 11 þúsund manns í Kópavogi, hálfri öld síðar voru íbúarnir hátt í 40 þúsund og þörfin brýn fyrir mikið og fjölbreytt íþróttastarf. Þar leikur HK stórt hlutverk. Líkt og önnur stór íþróttafélög starfar HK í deildum, þær fyrstu voru handknattleiksdeild, körfuknattleiksdeild og blakdeild, sjá nánar í umfjöllun um þessar íþróttagreinar innan UMSK síðar í þessari bók. Árið 2010 fagnaði HK fertugsafmæli sínu, frá því segir í ársskýrslu UMSK: „Á árinu var félagið 40 ára en það var stofnað 26. janúar 1970 af 12 hressum strákum í Kársnesskóla sem vildu stunda handknattleik. Nú 40 árum síðar er HK eitt af fimm stæðstu íþróttafélögum landsins. Haldið var upp á afmælisdaginn með mikilli íþróttahátíð og formlegri móttöku í Fagralundi laugardaginn 23. janúar. Um kvöldið var afmælis- og árshátíð félagsins haldin í Digranesi.“138 Árið 2022 voru starfandi sjö deildir innan HK: Bandýdeild, blakdeild, borðtennisdeild, dansdeild, handknattleiksdeild, knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild. Iðkendur í þessum deildum eru yfir 2000, flestir eru í handboltadeildinni, 700 iðkendur, og í knattspyrnudeildinni, 600 iðkendur.139 HK er með aðsetur í íþróttamiðstöðinni Kórnum í Kópavogi. Gull og silfur á Króknum Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 10.–11. júlí 1971 Mótssetning Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) var mótshaldari á 14. landsmóti UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki á hásumartíð í góðu veðri, þótt svalt væri um nætur. Nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á reglugerð landsmótsins, meðal annars var tekin upp keppni í 400 metra hlaupi kvenna, pönnukökubakstri og vélsaumi og þátttaka í einstökum starfsíþróttagreinum var ekki lengur bundin við kynferði. Alls voru keppnisgreinarnar 48 og keppendur tæplega 500. Talið er að um 10 þúsund gestir hafi sótt mótið sem var einnig 100 ára afmælishátíð Sauðárkróks, á þessu landsmótsári bjuggu þar um 1600 manns. Sjö manna landsmótsnefnd hafði unnið drjúgt að undirbúningi mótsins og Stefán Pedersen var ráðinn Kristján Eldjárn, forseti Íslands, og Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ. Kristján gat ekki notið alls mótsins, þurfti að halda til Bessastaða vegna myndunar á nýrri ríkisstjórn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==