Aldarsaga UMSK 1922-2022

267 legum hætti, strákarnir settu sjálfir saman félagslögin með hjálp Guðmundar Þórarinssonar. Fyrsti formaður HK var Magnús Gíslason en aðrir í stjórn voru Hilmar Sigurgíslason, Valdimar Óli Þorsteinsson, Guðmundur R. Jónsson og Bergsveinn Þórarinsson, allt ungir drengir. Íþróttahúsið við Kársnesskóla var tekið í notkun þann sama vetur og vígsluleikurinn var á milli bæjarstjórnar Kópavogs og 4. flokks úr hinu nýstofnaða félagi. Sá leikur fór 10–9 fyrir bæjarstjórninni. HK hóf æfingar í íþróttahúsinu nýja, Þorsteinn Björnsson tók við þjálfuninni, um veturinn tóku 3. og 4. flokkur pilta til starfa innan félagsins og ákveðið var að sækja um inngöngu í ÍSÍ og UMSK til að geta tekið þátt Íslandsmótinu en þá hljóp snurða á þráðinn. Stjórnarmenn félagsins voru allir undir lögaldri og stjórnin því ekki lögleg, var þá leitað til feðra piltanna og ný stjórn skipuð, í henni sátu Þorvarður Áki Eiríksson (formaður), Jón Ármann Héðinsson og Þorsteinn Alfreðsson. Strax á fyrsta starfsárinu varð 4. flokkur félagsins Reykjanes- og UMSK-meistari og lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu sama vetur. Þorvarður Áki sagði í viðtali árið 1971: „Á þingi UMSK í vetur var félaginu veitt innganga og eigum við nú einn mann í stjórn. Þetta miðar semsagt allt í rétta átt. – Eruð þið byrjaðir að keppa við Breiðablik? Veturinn 1969–1970 tóku HK-piltar þátt í Íslandsmótinu í 4. flokki og léku þá í þessu húsi, Hálogalandi í Reykjavík, sem stóð þar sem nú eru gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs. Húsið var byggt sem íþróttahús á stríðsárunum af bandaríska hernum og hét þá Andrewshöllin en var nú komið á fallanda fót. HK átti hins vegar framtíðina fyrir sér. Magnús Gíslason, fyrsti formaður HK, hlaut gullmerki ÍSÍ árið 2020. Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, til vinstri. Fyrsta handknattleikslið HK árið 1969, skömmu áður en félagið var stofnað með formlegum hætti. Þjálfari var Guðmundur Þórarinsson. HK-söngurinn Við erum rauðir, við erum hvítir, við erum baráttumenn. Komum úr vogi, kenndum við kópa, stöndum saman, HK-menn. HK-menn!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==