Aldarsaga UMSK 1922-2022

266 oft hefur skapað hættuástand.“133 Nói Síríus og Vífilfell voru styrktaraðilar hlaupsins sem hélt áfram að vera fastur liður í íþróttastarfi grunnskólanna á félagssvæði UMSK, haldið til skiptis í Kópavogi og á Varmá. Árið 2018 fór hlaupið í fyrsta skipti fram á tveimur stöðum, í Kópavogi og á Varmá vegna mikils fjölda þátttakenda, var sá háttur hafður á næstu árin. Skólahlaup UMSK er einn lífseigasti liðurinn í starfi sambandsins, ævinlega fjölmennur viðburður sem kallar á mikla skipulagsvinnu sem hvíldi mest á herðum íþróttakennaranna í grunnskólunum en árið 1991 sá frjálsíþróttadeild Breiðabliks um hlaupið sem fór fram á Kópavogsvelli, frá því segir í ársskýrslu: „Framkvæmd hlaupsins var öll hin besta og skal þeim frjálsíþróttamönnum í UBK þökkuð sú mikla vinna sem þeir lögðu í skipulag hlaupsins.“134 Árið 2012 var enn eitt þátttökumetið slegið þegar um 800 hlauparar tóku þátt í hlaupinu sem fór fram á Kópavogsvelli. Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari úr Breiðabliki, afhenti verðlaunin. Í skólahlaupinu er Bræðrabikarinn veittur fyrir bestu þátttökuna miðað við höfðatölu. Árið 2013 fékk Lindaskóli í Kópavogi bikarinn en 83% í 4.–7. bekk mættu til leiks í hlaupið, 2017 fékk Varmárskóli í Mosfellssveit bikarinn með 91% þátttöku. Um hlaupið gildir sérstök reglugerð og segir þar: „Allir nemendur á sambandssvæðinu sem eru í 4., 5., 6., 7., 8., 9. eða 10. bekk eiga keppnisrétt í Skólahlaupi UMSK.“135 Í reglugerðinni er einnig kveðið á um vegalengdir sem eru með þessum hætti: 4. bekkur: 400 metrar. 5. bekkur: 400 metrar. 6. bekkur: 800 metrar. 7. bekkur: 800 metrar. 8. bekkur: 800 metrar. 9. bekkur: 1500 metrar. 10. bekkur: 1500 metrar.136 Strákar stofna félag Þannig hófst ævintýrið Á 7. áratugnum var Ungmennafélagið Breiðablik eina íþróttafélagið í Kópavogi. Ekkert stórt íþróttahús var þar til staðar og skortur á íþróttahúsnæði tilfinnanlegur en Breiðabliksmenn fengu inni í leikfimisalnum við Kópavogsskóla á veturna fyrir knattspyrnuæfingar. Nokkrir piltar úr 6. bekk Kársnesskóla höfðu meiri áhuga á handknattleik og árið 1969 leituðu þeir til Guðmundar Þórarinssonar, þjálfara hjá ÍR, sem tók að sér að þjálfa þá nokkrum sinnum í viku í íþróttahúsi ÍR við Túngötu í Reykjavík. Húsið hafði áður verið kaþólsk kirkja, byggð árið 1897. Húsaleigan var 160 krónur fyrir sérhvern tíma, 20 krónur á mann. Þannig hófst ævintýrið um Handknattleiksfélag Kópavogs, betur þekkt undir nafninu HK. Halldór Einarsson (Henson) hafði þá nýlega hafið framleiðslu á íþróttaflíkum og fyrsti HK-búningurinn var saumaður hjá honum: Rauð, síðerma treyja, hvítar buxur og hvítir sokkar. Um veturinn tóku piltarnir þátt í Íslandsmótinu í 4. flokki sem gestir því félagið var ekki orðið aðili að ÍSÍ. Leikið var í bragganum á Hálogalandi í Reykjavík og er skemmst frá því að segja að HK tapaði öllum leikjum sínum. Fall er fararheill! Hinn 26. janúar 1970 var HK stofnað með formAðalmarkmiðið að vinna strákana Mosfellingurinn og hlauparinn Fríða Rún Þórðardóttir greindi þannig frá upphafi ferils síns í viðtali árið 2009: „– Ég keppti í víðavangshlaupum í skólanum og einnig í skólahlaupum UMSK og gekk bara vel. Ég á ennþá bikar sem ég vann á þessum árum, það er reyndar kertastjaki á hvolfi! Aðalmarkmiðið í þessum hlaupum var að vinna strákana, það tókst nokkuð vel, nema einn skólafélagi minn var iðulega á undan mér. Það var Gunnlaugur Örn Gunnlaugsson, jafnaldri minn og bekkjarfélagi, ég man hvað ég var svekkt þegar hann vann mig. Ég segi alltaf að minn frjálsíþróttaferill hefjist 17. júní 1981 og sá dagur hafi verið örlagadagur í lífi mínu. Þá var ég 11 ára gömul, keppti í víðavangshlaupi Aftureldingar og lenti í 2. sæti. Ég var svo feimin við verðlaunaafhendinguna að ég þorði ekki að líta upp en starði bara á verðlaunapeninginn sem nældur hafði verið í mig. Þessi feimni átti nú eftir að fara af mér en eftir þennan dag varð ekki aftur snúið.“132 Fríða Rún Þórðardóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==