Aldarsaga UMSK 1922-2022

263 falt svo og framkvæmd þótt hún lengist að sama skapi nokkuð.“129 Það var loks árið 1987 að kynjaskipting var tekin upp í skólahlaupinu, þá mættu um 400 börn úr tíu skólum, hlaupið fór fram í Mosfellsbæ. „Tekið var upp það fyrirkomulag að aðskilja stráka og stelpur í hlaupinu. Tókst það mjög vel og verður áframhald á því. Næsta skref er að koma í veg fyrir troðning í upphafi hlaupanna sem ræður. Fyrst handskrifaði ég þær en síðan keypti ég mér ritvél hjá Sölunefnd varnarliðseigna sem seldi ýmsan varning frá hernum á Keflavíkurflugvelli. En það kom á daginn að ritvélin var ekki með íslenskum stöfum. Það vantaði til dæmis bæði stafina þ og ð í hana en alltaf bjargaðist þetta nú. En hvað með útgáfustarfsemi á vegum sambandsins? Við gáfum stundum út blöð og seldum auglýsingar í þau, einnig gáfum við út afmælisrit á 50 ára afmælinu árið 1972, við keyptum fjölritara og gátum fjölfaldað allskonar dreifibréf. Ég vélritaði efnið á stensla sem voru síðan fjölfaldaðir, þá voru ekki til neinar ljósritunarvélar. Stenslar? Getur þú útskýrt þetta orð? Já, stenslar voru vaxhúðaðar pappírsarkir með innbyggðu bleki. Þegar slegið var á ritvélina þrýstist blekið niður á örkina sem var síðan sett á vals í fjölritaranum. Stafir eins og o og p vildu fyllast af vaxinu, þeir urðu ógreinilegir og þá kom svartur blettur á blaðið. Landsmótin standa upp úr Sigurður segir að þegar hann líti um öxl standi landsmót ungmennafélaganna upp úr. Ég var í landsmótsnefnd UMSK fyrir landsmótið á Eiðum árið 1968, segir hann. Við mættum til leiks með sterka keppendur, til dæmis í frjálsum íþróttum og handknattleik kvenna. Við vorum líka með öflugt skáklið sem sigraði glæsilega en skákin var ekki talin með í stigakeppninni þá. Við leigðum stóra flugvél af gerðinni Douglas DC 6 undir keppendur, það dugði ekkert minna. Á Eiðum reistum við miklar tjaldbúðir, með stóru eldhúsi og mötuneyti, þetta voru eftirminnilegir dagar. Varst þú ekki líka á landsmótinu á Sauðárkróki árið 1971? Jú, það var haldið í formennskutíð minni og þangað fórum við með rútu. Þar vorum við einnig með mötuneyti í stóru tjaldi. UMSK gekk mjög vel í mörgum greinum og varð annað stigahæsta héraðssambandið í heildarstigakeppninni. Afmæli og búferlaflutningar Sigurður segir að það hafi farið ótrúlega mikill tími í þetta félagsmálastarf sem var allt unnið í sjálfboðavinnu. Og þar að auki var maður í fullri vinnu en það er nú þannig að ef áhuginn er fyrir hendi þá gefst alltaf tími. Ég starfaði við dráttarvélaviðgerðir á þessum árum, á sumrin vann ég til tíu á kvöldin og þurfti líka að ferðast um landið til að þjónusta bændur og gera við dráttarvélar. Það var óhjákvæmilegt að það yrðu einhverjir árekstrar á milli starfsins innan UMSK og fjölskyldulífsins. Mér er það minnisstætt þegar við héldum afmælishátíð á Seltjarnarnesi á 50 ára afmæli sambandsins árið 1972, þá stóð þannig á að húsið mitt í Mosfellsdalnum var fullgert, það hafði verið fimm ár í byggingu. Afmælishátíðin og flutningarnir ráku hvort á annars horn, það endaði á því að stjórnarfólk úr UMSK kom eftir afmælisveisluna og hjálpaði okkur við að flytja inn í nýja húsið. Hvað vilt þú segja að lokum þegar þú lítur yfir farinn veg? Mér er efst í huga sá fjöldi af góðu fólki sem ég kynntist á þessum árum, margir eru fallnir frá, sumir langt fyrir aldur fram. Þetta félagsmálastarf þroskaði mann mikið og opnaði mér dyr inn í önnur félagsstörf. Ég hef verið mikið í félagsmálum síðan, til dæmis með kívanishreyfingunni. Þetta voru skemmtileg og gjöful ár í mínu lífi, heldur Sigurður áfram, þetta var ákveðið tímaskeið og svo lauk því. Ég fylgist með UMSK úr fjarska en er hættur að fara á handboltaleiki hjá Aftureldingu. Mér fannst það ánægjulegt að vinna sem framkvæmdastjóri og formaður UMSK og lenti aldrei í nokkrum leiðindum. Ég hefði örugglega viljað gera eitthvað öðruvísi, en ég er náttúrlega búinn að gleyma því öllu, segir Sigurður og hlær. Ég hef bara fundið fyrir þakklæti hjá fólki og maður er enn að hitta fólk á förnum vegi sem heilsar mér og segist muna eftir mér frá þessum UMSK-árum. Fólk sem var kornungt þá en er kannski orðið sextugt í dag. Það er bara gaman að því þegar það gerist, segir Sigurður Skarphéðinsson að lokum.130

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==