Aldarsaga UMSK 1922-2022

262 inu.“127 Ekki var sérstakur flokkur fyrir stúlkurnar, þær hlupu í kapp við drengina. Árið 1974 fór hlaupið fram á Varmá í Mosfellssveit, um það segir í ársskýrslu: „Mótið fór vel fram, en það var álit þeirra er sáu um það að æskilegt er að hafa sér flokk í hlaupinu fyrir stúlkur.“128Árið 1986 fór hlaupið fram í Garðabæ og enn setti kynjaskiptingin strik í reikninginn: „Aðskilja þarf stráka og stelpur í hlaupunum. Við það auðveldast öll úrvinnsla margSkemmtileg og gjöful ár Sigurður Skarphéðinsson í viðtali Íþróttir í hlaðvarpanum Sigurður Skarphéðinsson (f. 1939) varð formaður Aftureldingar í Mosfellssveit rúmlega tvítugur að aldri og starfaði síðan mikið á vettvangi UMSK, meðal annars sem framkvæmdastjóri og formaður. Hann er alinn upp á Minna-Mosfelli í Mosfellsdal og hefur búið alla tíð í Dalnum. Haustið 2018 tók Vilborg Bjarkadóttir viðtal við Sigurð á heimili hans, hér lítur hann yfir farinn veg á sviði íþrótta- og félagsmála innan UMFA og UMSK. Sigurður var fyrst spurður að því hvernig hann komst í kynni við íþróttir, hann segir: Skúli bróðir minn er níu árum eldri en ég og var mjög virkur í Aftureldingu, bæði í frjálsum íþróttum, handknattleik og knattspyrnu. Ætli það hafi ekki verið þess vegna að ég hóf að stunda íþróttir. Hvar æfðuð þið á þessum árum? Þegar ég var unglingur voru æfingar á Tungubökkum niðri í Leiruvogi, tvisvar í viku á sumrin. Þar stunduðum við fótbolta og frjálsar íþróttir á grasvelli sem var gerður af náttúrunnar hendi. En einnig vorum við Skúli með spjót, kúlu og kringlu heima á Minna-Mosfelli og spreyttum okkur á þessum áhöldum á heimavelli. Svartur blettur á blaði Árið 1970 var Sigurður kjörinn formaður UMSK, nokkuð óvænt segir hann, en ég hafði þó setið lengi í stjórninni, meðal annars sem gjaldkeri. Ég var formaður UMSK í fjögur ár og á því tímabili þróaðist sambandið mjög mikið. Þetta var ekki mér að þakka, það voru breytingatímar í samfélaginu sem skiluðu sér inn í félagsstarfið sem varð býsna umfangsmikið. Mig minnir að stjórnarfundir hafi verið haldnir einu sinni í mánuði. Það voru haldin meistaramót UMSK í ýmsum greinum og starf mitt var meðal annars fólgið í að skipuleggja starfsemi sambandsins, ákveða hvenær ætti að halda mót og efla íþróttastarfsemina. Í janúar 1972 varð Guðmundur Gíslason frá Neðra-Hálsi í Kjós framkvæmdastjóri UMSK í hálfu starfi og í fullu starfi í júní sama ár og starfaði sem slíkur í eitt ár. Þetta létti mikið á störfum mínum sem formanns, við vorum meðal fyrstu héraðsambandanna sem vorum með fastan starfsmann allt árið, segir Sigurður. Var ekki mikil skriffinnska kringum þetta stjórnarstarf? Nei, það var satt að segja ekki mikil skýrslugerð en ég hafði mikil samskipti við stjórnirnar í aðildarfélögunum og heimsótti þau mörg hver, það fylgdi formannsstarfinu. Maður var beðinn að koma á aðalfundi og halda ræður, ég átti ekki gott með að tala blaðalaust og vildi alltaf vera með skrifaðar Sigurður Skarphéðinsson var formaður UMSK 1970– 1974. Þessi mynd er tekin á landsmótinu á Sauðárkróki 1971 þegar hann tók á móti skákverðlaunum fyrir hönd héraðssambandsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==