Aldarsaga UMSK 1922-2022

261 UMSK efndi til skólahlaups á félagssvæði sínu, fimm fyrstu árin var það „einkum fyrir únga dreingi“ en þátttaka stúlkna heyrði frekar til undantekninga. Árið 1966 var í fyrsta skipti efnt til þessa víðavangshlaups og er aðdragandinn rakinn í ársskýrslu UMSK: „Á síðasta sambandsþingi var mikill áhugi fyrir að koma á keppni í einhverri mynd á milli skóla á sambandssvæðinu til að fá yngstu félagana meira til þátttöku í starfsemi sambandsins. Ákvað stjórnin að efna til víðavangshlaups. Var leitað til allra skólastjóra á svæðinu og tóku þeir allir mjög vel í tillögur okkar. Var þegar hafizt handa með undirbúning. Keppnisreglur voru samdar og undanrásirnar fóru fram í skólunum. Sunnudaginn 24. apríl [1966] fór síðan fram úrslitakeppni á íþróttasvæðinu að Varmá í Mosfellssveit. Voru þar mættir 70 þátttakendur frá 10 skólum. Þátttakendum var skipt niður í 4 aldursflokka og mátti hver skóli senda 4 keppendur í hvern aldursflokk. Má því segja með sanni, að með undanrásunum hafi hátt á annað þúsund þátttakendur verið í þessu hlaupi. Hver sveit var mynduð af 3 þátttakendum frá hverjum skóla. Í einstaklingskeppninni fengu 6 fyrstu þátttakendur í hverjum aldursflokki verðlaun, en stigahæsta sveitin í hverjum flokki fékk verðlaunabikar til eignar, sem varðveitist í skólunum. Þessir skólar tóku þátt í keppninni: Bjarnastaðaskóli Álftanesi Barnaskóli Garðahrepps Digranesskóli Kópavogi Kópavogsskóli Kópavogi Kársnesskóli Kópavogi Barnaskólinn Varmá Mosfellssveit Barnaskólinn Klébergi Kjalarnesi Gagnfræðaskóli Garðahrepps Gagnfræðaskóli Kópavogs Gagnfræðaskólinn Brúarlandi Mosfellssveit.“126 Í þessu fyrsta hlaupi árið 1966 urðu bræðurnir Böðvar Örn og Ragnar Sigurjónssynir úr Breiðabliki sigursælir en þeir áttu eftir að láta mikið að sér kveða á hlaupabrautinni. Einnig stigu bræðurnir Einar og Hinrik Þórhallssynir á verðlaunapall en þeir urðu síðar kunnir knattspyrnumenn, meðal annars með Breiðabliki. Næstu árin fór hlaupið fram ýmist í Kópavogi, Garðahreppi, Seltjarnarneshreppi eða á Varmá í Mosfellssveit. Árið 1971 fór skólahlaupið fram í Garðahreppi og þá var brotið blað í sögu hlaupsins: „Stúlkur úr skólunum í Garðahreppi settu skemmtilegan svip á mótið með góðri þátttöku, og vonandi verða fleiri stúlkur með framvegis, einnig úr öðrum skólum á sambandssvæðStimplaðir sem núll og nix Sigurður Geirdal (1939–2004) iðkaði íþróttir af kappi á yngri árum, jafnt frjálsar íþróttir, glímu, sund og júdó. Hann var formaður Breiðabliks 1964– 1966, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands 1970–1986, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins 1987–1990 og bæjarstjóri í Kópavogi frá 1990 til dauðadags. Í afmælisblaði Breiðabliks frá árinu 1980 birtist skemmtilegt viðtal við Sigurð þar sem hann greinir meðal annars frá frjálsíþróttalífinu í Kópavogi og á vettvangi UMSK á 7. og 8. áratugnum. Hér er brot úr viðtalinu sem Baldur Daníelsson tók: „Það má segja að það hafi aldrei komið annað félag en Breiðablik til greina. Ég kom úr Austur-Húnavatnssýslu og þar hafði ég keppt með ungmennafélaginu Hvöt. Ég var því orðinn gallharður ungmennafélagsmaður út í gegn. Það kom því ekki til mála að maður færi að ganga í eitthvert Reykjavíkurfélagið. Um þetta leyti voru í forustunni Pálmi Gíslason, Hörður og Ingólfur Ingólfssynir, Þórður Guðmundsson, Magnús Jakobsson og Ármann Lár. og fleiri góðir. Á þessum tíma var varla hægt að segja að nokkur starfaði eða keppti í frjálsum fyrir félagið. Þannig að við byrjuðum að æfa og keppa, því einhvern veginn urðum við að láta vita að það væru nú upprennandi íþróttamenn líka í Kópavoginum. Við birtumst fyrst undir merkjum UBK 1962, þá var hlegið að okkur, ’64 veittum við þeim bestu keppni og ’65 möluðum við þá. … En við vorum ákveðnir í að byggja upp lið fyrir Landsmótið að Laugarvatni 1965 hvað sem það kostaði. Hvernig varð svo útkoman á Landsmótinu að Laugarvatni? Það varð sprenging, við komum þarna til leiks beint úr drullunni í Kópavoginum, stimplaðir sem núll og nix. En að loknu Landsmóti, var ekki þverfótað fyrir rígmontnu UMSK fólki, sem var alveg laust við alla minnimáttarkennd. … Næsta Landsmót á Eiðum ’68 varð ennþá betra, þá má segja að allir aðrir keppendur hafi séð rautt þegar keppendur frá UMSK voru á ferðinni.“125

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==