Aldarsaga UMSK 1922-2022

260 nema hluta af leiknum þar eð hann var einnig keppandi í langstökki. Aðrir liðsmenn voru: Hilmar Ingólfsson, þjálfari og fyrirliði, Bertram Möller, Einar Oddsson, Logi Kristjánsson, Kristjón Kristjónsson, Bjarni Bjarnason og Sveinn Jóhannsson. Vel lukkað landsmót Landsmótið á Eiðum tókst vel í alla staði og UMSKhópurinn gat vel við unað, í ársskýrslu sambandsins segir: „Síðustu nóttina, er allri keppni var lokið, var brugðið á leik og skemmti fólk sér á heilbrigðan máta fram undir morgun, voru því sumir nýsofnaðir eða ekki sofnaðir, er lagt var af stað á mánudagsmorgun. Var hópurinn þó kominn á réttum tíma á flugvöllinn á Egilsstöðum og fengum við þau eftirmæli starfsmanna flugfélagsins bæði hér og fyrir austan, að þeir minntust þess ekki að svo stór hópur hefði allur verið mættur á réttum tíma og allt hefði staðist áætlun. Lauk þar með ferð sem ekki mun gleymast þeim, er þátt tóku í. Aðalfararstjóri var Pálmi Gíslason en aðrir í fararstjórn þeir Gestur Guðmundsson, Sigurður Skarphéðinsson, Þórir Hermannsson og Magnús Jakobsson.“123 Skólahlaup UMSK Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi einkum fyrir únga dreingi. Þannig orti Halldór Laxness í eina tíð og þótti merkilegt. Svipað var uppi á teningnum áratugum síðar þegar Hluti af keppnisliði UMSK í frjálsum íþróttum á landsmótinu á Eiðum. Talið frá vinstri: Trausti Sveinbjörnsson, Kristín Jónsdóttir, Þórður Guðmundsson, Arndís Björnsdóttir, Karl Stefánsson og Ína Þorsteinsdóttir. Keppnisbúningurinn var svartar buxur og rauðir bolir og jakkar, sagt var að sumir hefðu séð rautt þegar UMSK-fólk var á ferðinni. Rauðhærður maður safnar liði Mikil harka var ævinlega í stigakeppninni á landsmótum og reynt að finna öflugustu liðsmennina í allar greinar. Pálmi Gíslason var mjög kappsamur við að leita það fólk uppi, hann frétti af sjómanni einum sem var góður í netabætingu og fékk hann til að keppa fyrir hönd UMSK á Eiðum. Þessi nýi liðsmaður sambandsins kom snemma á mótsstað og spurði hvar hann gæti slegið upp tjaldi sínu. Staðarmenn inntu hann eftir því fyrir hvaða héraðssamband hann hygðist keppa. Það hef ég ekki hugmynd um, svaraði maðurinn, ég man bara að það var einhver rauðhærður náungi sem fékk mig í þetta. Ekki fara sögur af árangri þessa nýja liðsmanns UMSK.122 Góður félagsandi Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 1970 segir: „Oft heyrist því fleygt, að íþróttafólk U.M.S.K. nái ótrúlega góðum árangri, miðað við þær aðstæður sem það býr við. Hér kemur margt til, svo sem góður félagsandi og mikil samheldni og það vill nú einu sinni verða svo, að góðar aðstæður byggja ekki alltaf upp afreksmanninn. Um það vitna hin fjölmörgu dæmi bezt. Hér er það fyrst og fremst áhuginn, sem ræður ferðinni.“124

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==