Aldarsaga UMSK 1922-2022

259 upp í 22 gráður sem tókst ekki allskostar því lofthitinn var frekar lágur. UMSK náði ekki stigi í sundkeppninni. Handknattleikur kvenna fór fram á grasvelli þar sem stúlkur úr UMSK lentu í 2. sæti á eftir UÍA. Liðið var að mestu skipað stúlkum úr Breiðabliki sem hafði þó ekki aðstöðu í Kópavogi en æfði á Seltjarnarnesi undir stjórn Péturs Bjarnasonar. Sumar af handknattleiksstúlkunum kepptu einnig í frjálsum íþróttum: Alda Helgadóttir, Arndís Björnsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Á Eiðum var keppt í níu greinum starfsíþrótta, meðal annars í gróðursetningu, dráttarvélaakstri og línubeitingu. Innan UMSK var reynt að blása lífi í starfsíþróttir fyrir mótið og voru haldin námskeið í búfjárdómum, dráttarvélaakstri og fleiri greinum. Mikil forföll urðu í keppnisliðinu og keppendur úr UMSK höfðu ekki erindi sem erfiði. Á landsmótinu var keppt í skák á landsmóti í fyrsta skipti en var þó ekki talið með í stigaútreikningi. Undankeppnin fór fram í Kópavogi en úrslitin á Eiðum eins og fram kemur í sögu landsmótanna: „Tefld var ein umferð hvern dag mótsins og eftir tvær fyrri umferðirnar var ljóst að það yrði hrein úrslitaviðureign milli UMSE og UMSK á sunnudeginum. … Sveit UMSK var þó ekki árennileg, skipuð vel þekktum og keppnisreyndum skákmönnum. Enda kom á daginn að þeir sigruðu í þrem viðureignum af fjórum. … Það var því UMSK sem stóð uppi sem sigurvegari í þessari fyrstu skákkeppni á landsmóti.“121 Fyrir hönd UMSK kepptu Lárus Johnsen, Jónas Þorvaldsson, Harvey Georgsson og Guðmundur Þórðarson sem var einnig þekktur sem knattspyrnumaður með Breiðabliki. Úrslitakeppnin í körfuknattleik fór fram á sérsmíðuðum danspalli og lenti lið UMSK í öðru sæti á eftir HSK. Dónald Jóhannesson, fyrirliði liðsins, gat ekki spilað Línubeiting á landsmóti, fremst á myndinni er Svava Jóhannsdóttir sem keppti fyrir Eyfirðinga. Sigurskáksveit UMSK á Eiðum ásamt Gesti Guðmundssyni, formanni UMSK, lengst til vinstri og Eiríki J. Eiríkssyni, formanni UMFÍ, lengst til hægri. Skákmennirnir eru taldir frá vinstri: Jónas Þorvaldsson, Harvey Georgsson, Guðmundur Þórðarson og Lárus Johnsen með sigurbikarinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==