Aldarsaga UMSK 1922-2022

258 átti ekki heimangengt. Keppendur frá UMSK sigruðu í sjö greinum af 19 og unnu öll afreksverðlaunin. Árangur þeirra var sem hér segir: Kristín Jónsdóttir sigraði í 100 metra hlaupi á 13,2 sekúndum, hún hafði náð skjótum frama á hlaupabrautinni, keppti fyrst á móti sumarið 1967 og varð þá Íslandsmeistari, bæði í 100 og 200 m hlaupi. Kristínu var lýst þannig sem keppniskonu: „Hún hafi verið afar grimm og krafturinn gneistaði af henni strax í startholunum. Ef startið misheppnaðist óx henni enn ásmegin og hún linnti ekki látunum fyrr en hún hafði spænt fram úr öllum.“119 Á Eiðum sigraði Kristín einnig í langstökki, stökk 5,02 metra. Sveit UMSK varð í 3. sæti í 4 x 100 metra hlaupi kvenna, í henni voru Alda Helgadóttir, Ína Þorsteinsdóttir, Björk Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Ína Þorsteinsdóttir sigraði í hástökki, stökk 1,44 metra sem var besta afrek mótsins í kvennaflokki. Arndís Björnsdóttir sigraði með yfirburðum í spjótkasti, kastaði 33,32 metra. Alda Helgadóttir var í 2. sæti, kastaði 29,62 metra. Kristín Jónsdóttir var stigahæsti einstaklingurinn í kvennaflokki og Ína, Kristín og Arndís unnu þrjú bestu afrekin í frjálsum íþróttum samkvæmt stigatöflu. Ragna Lindberg frá Flekkudal í Kjós keppti á sínu fimmta landsmóti og hafnaði í 10. sæti í kúluvarpi, kastaði 8,31 metra. Trausti Sveinbjörnsson sigraði í 400 metra hlaupi, hljóp á 52,5 sekúndum og Þórður Guðmundsson varð þriðji á 54,4 sekúndum. Þórður sigraði í 1500 metra hlaupi á 4:17,4 mín. og varð þriðji í 5000 metra hlaupi á 16:39,1 mín. Hann varð stigahæsti einstaklingurinn í frjálsum íþróttum og þar lenti Karl Stefánsson í 3. sæti. Sveit UMSK varð önnur í 1000 metra boðhlaupi á 2:08,4 mínútum. Í sveitinni voru Magnús Jakobsson, Gunnar Snorrason, Þórður Guðmundsson og Trausti Sveinbjörnsson. Karl Stefánsson varð annar í langstökki, stökk 6,74 metra. Sigurvegari í langstökkinu var Gestur Þorsteinsson úr UMSS sem stökk 6,89 metra og jafnaði með því landsmótsmet Tómasar Lárussonar úr UMSK sem hann setti á landsmótinu á Eiðum 16 árum fyrr. Í þrístökkskeppninni sigraði Karl Stefánsson með glæsibrag, stökk 14,93 metra sem var besta frjálsíþróttaafrek mótsins í karlaflokki samkvæmt stigatöflu, gaf 873 stig. Magnús Jakobsson varð þriðji í stangarstökki, stökk 3,30 metra. Á Eiðum kom fram sá kjarni frjálsíþróttafólks úr UMSK sem átti eftir að vaxa og dafna næsta áratuginn, samstaða liðsins ómaði í ársskýrslu UMSK: „Keppnin stóð yfir í tvo daga og sýndi hópur okkar mikla keppnisgleði og hvatningarhróp Kjalnesinga voru þau mestu er heyrðust og sönnuðu samheldni og samstöðu hópsins. Reglur þær, er settar höfðu verið, voru vel haldnar.“120 UMSK lenti í 2. sæti í stigakeppninni í frjálsum íþróttum á eftir HSK og í 3. sæti í heildarstigakeppninni á eftir HSK og HSÞ. Þriðja sætið þótti góður árangur á mótinu og var ótvíræð vísbending um að UMSK væri að sækja í sig veðrið á vettvangi landsmóta UMFÍ. Pokalaug, starfsíþróttir, skák og bolti Pokalaugin sem brúkuð var til sunds á Laugarvatni 1965 var flutt austur á land og endurreist á Eiðum. Laugarvatnið var hitað upp á staðnum, ætlunin var að hita það Kristín Jónsdóttir var sigursæl á mótinu. Pönnukökubakstur á Eiðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==