Aldarsaga UMSK 1922-2022

256 Þetta var viðburðaríkt ár á Íslandi. Í maílok var hægri umferð tekin upp og rúmum mánuði síðar var Kristján Eldjárn kjörinn forseti lýðveldisins. Tveimur vikum eftir forsetakosningarnar héldu um 80 manns á vegum UMSK austur á land, þar af voru um 50 keppendur. Í ársskýrslu UMSK segir: „Tekið var það ráð að hafa matarfélag á mótsstað. Var mikill undirbúningur við mataröflun, matseld, útvegun tækja s.s. hitunartækja og mataráhalda, en útreikningur Landsmótsnefndar stóðst að mestu, þó corn flakes át hefði verið minna en reiknað hafði verið með. Geysistórt tjald var fengið að láni og endurbætt, rúmaði það allan hópinn ef vel var raðað. Þessi ráðstöfun gafst svo vel, að engin óánægju-rödd heyrðist í hópnum allan tímann. Lagt var af stað úr Reykjavík um kl. 5 á föstudag og flogið á Egilsstaði, þar voru til taks langferðabílar, sem útvegaðir höfðu verið fyrir austan, en sendibíll hafði farið á undan austur, með farangur keppenda og viðleguútbúnað. Tjaldstæði sem okkur var úthlutað var nokkuð lítið, en aðal galli þess kom þó ekki fram fyrr en um nóttina, er hljóðkútslausir bílar austanmanna þutu framhjá tjöldunum, sem voru staðsett fast við þjóðveginn, varð því lítið um svefn þessa nótt. Þó voru allir hressir og kátir, er Þorsteinn Einarsson vakti mótsgesti og glæsilegur var hópur okkar, er hann gekk í skrúðgöngu til íþróttavallar, í ljómandi sumarveðri, því fyrsta sem Austfirðingar höfðu séð á þessu sumri.“118 Séra Eiríkur J. Eiríksson, prestur á Þingvöllum, og formaður UMFÍ, setti mótið með ræðu að morgni laugardags þegar keppendur höfðu fylkt liði á íþróttavellinum við undirleik Lúðrasveitar Neskaupstaðar. Fánar voru dregnir að húni, þar á meðal fáni UMFÍ, Hvítbláinn, sem blakti við hún allt mótið. Veður var þokkalegt báða mótsdagana en nokkuð svalt, um 7000 gestir sóttu Eiða heim og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Bjarni M. Gíslason var ræðumaður landsmótsins, hann hafði búið lengi í Danmörku og barist ötullega fyrir því að Íslendingar endurheimtu sín fornu handrit sem gekk eftir; fyrstu handritin komu heim á sumardaginn fyrsta árið 1971. Handritamálið var Uni danski var enginn aufúsugestur hjá Íslendingum. Jón H. Sigurðsson HSK leiðir í 5000 m hlaupi og sigraði. Þórður Guðmundsson UMSK hafnaði í 3. sæti og Gunnar Snorrason UMSK í 4. sæti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==