Aldarsaga UMSK 1922-2022

255 var út í júlíbyrjun í sumar, sem tókst með ágætum, og var góður tekjuliður fyrir sambandið.“116 Síldin horfin, uppreisn í París og hægri umferð á Íslandi Vorið 1968 blés ekki byrlega í íslensku þjóðlífi, síldin var horfin, hafís, kal, verðbólga og atvinnuleysi herjaði á landsmenn, fólk flutti utan í atvinnuleit, til Svíþjóðar og jafnvel Ástralíu. Grasvellirnir og hlaupabrautirnar á Eiðum fóru ekki varhluta af grimmu veðurfari; um sumarsólstöður snjóaði í fjöll austanlands, það var fimm stiga frost! Á meðan þessu vatt fram var hins vegar vor í lofti í margræðri merkingu í París. Þar ríkti uppeisnarástand og kynslóðin sem var kennd við ártalið ’68 mótmælti stöðnun og feysknum rótum samfélagsins. Ekki fara sögur af þessum nýja uppreisnaranda á Eiðum, jú kannski: Ákveðið var að keppa ekki í að strauja og stífa skyrtur í þríþraut kvenna.117 Strauboltinn var lagður til hliðar á Eiðum og er vel hugsanlegt að einhverjir hafi gengið þar um grundir í krumpuðum skyrtum á þessu kalda vori. Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skólastjóri á Eiðum, flutti ræðu. UMSK-stúlkur í tjaldi á Eiðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==