251 sex karlmenn og ein kona, Elma Guðmundsdóttir frá Neskaupstað, hún var fyrsta konan sem tók sæti í landmótsnefnd UMFÍ og var einnig fyrirliði í handknattleiksliði UÍA sem sigraði á mótinu. Elma skaraði fram úr á fleiri sviðum því að fjórum árum síðar var hún kjörin formaður UÍA og var fyrsta konan sem gegndi formennsku í héraðssambandi. Elma gerði það ekki endasleppt því tæpum þremur áratugum síðar vann hún gullverðlaun í golfi á landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum. Hún lést árið 2020. Undirbúningur UMSK Héraðssambönd um allt land stefndu á þátttöku í landsmótinu. Innan vébanda UMSK var staðið vel að öllum undirbúningi, sérstök landsmótsnefnd var að störfum sem í sátu Sigurður Skarphéðinsson, Þórir Hermannsson og Pálmi Gíslason. Gestur Guðmundsson, formaður UMSK, lá ekki heldur á liði sínu við undirbúninginn og Pálmi var framkvæmdastjóri nefndarinnar líkt og fram kemur í ársskýrslu sambandsins: ,,Ráðinn var Pálmi Gíslason verzlunarm., hann hefur um árabil starfað í Umf. Breiðablik, og því vel kunnugur málefnum ungmennafélaganna. Hann hafði á hendi meðal annars, undirbúning og framkvæmd íþróttaæfinga og íþróttamóta sambandsins, þar á meðal undirbjó hann þátttöku sambandsins í Landsmótinu að Eiðum, og var fararstjóri þeirrar ferðar. Hann aðstoðaði félögin á sambandssvæðinu eftir því sem ástæða var til. Þá sá hann um og var ritstjóri félagsblaðs sambandsins sem gefið Fimmtugur Drengur Árið 1965 átti Ungmennafélagið Drengur í Kjósarhreppi fimmtugsafmæli og var því fagnað hinn 16. október. Frá því segir í aldarsögu Drengs eftir Jón M. Ívarsson: „Afmælishófið í Félagsgarði var hið ágætasta og Haraldur Jónsson á Fremra-Hálsi, formaður Drengs, setti samkomuna að áliðnum degi og bauð gesti velkomna. Þarna var mikið fjölmenni saman komið og var sest að kaffidrykkju. Undir borðum voru margar góðar ræður haldnar sem vænta mátti þar sem miklir ræðumenn voru saman komnir. Inn á milli var almennur söngur sem Oddur Andrésson stjórnaði. Fyrstur talaði Ólafur Ágúst Ólafsson á Valdastöðum og rakti hann sögu félagsins. Þorgils Guðmundsson, fyrsti formaðurinn, færði félaginu árnaðaróskir og Eiríkur J. Eiríksson formaður Ungmennafélags Íslands færði því að gjöf borðfána UMFÍ Hvítbláinn. Gjafir bárust frá Umf. Aftureldingu, Umf. Kjalnesinga, UMSK og Kvenfélagi Kjósarhrepps. Fyrrum formenn Drengs sýndu mikla ræktarsemi því Steini Guðmundsson á Valdastöðum gaf félaginu málverk eftir Jón Stefánsson og Bjarni Ólafsson frá Vindási sendi því fimm þúsund krónur að gjöf.“113 Fulltrúi hreppsnefndar færði hinum fulltíða Dreng 10.000 krónur og formaður Átthagafélags Kjósverja bætti um betur með 40.000 króna gjöf.114 „Eftir að salurinn hafði verið rýmdur hófst dansinn og stóð hann fram á nótt í góðum fagnaði.“115 Þorgils Guðmundsson fyrsti formaður Drengs flutti félaginu árnaðaróskir í afmælishófinu. Elma Guðmundsdóttir frá Neskaupstað var fyrsta konan sem sat í landmótsnefnd UMFÍ. Hún var einnig fyrirliði handknattleiksliðs UÍA sem sigraði á landsmótinu. Hér tekur Elma við verðlaunum á Eiðum, séra Eiríkur J. Eiríksson, formaður UMFÍ, er til vinstri á myndinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==